Stendur tæpt en mun takast

Útsýnið frá nýja hótelinu við Höfðatorg - Fosshótel Reykjavík. Þessi …
Útsýnið frá nýja hótelinu við Höfðatorg - Fosshótel Reykjavík. Þessi mynd er tekin þann 12. maí en hótelið verður afhent Íslandshótelum um mánaðamótin Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verið er að leggja loka­hönd á hót­elið við Höfðatorg en bygg­ing­in verður af­hent eig­end­um Foss­hót­ela, sem munu ann­ast rekst­ur þess, um mánaðamót­in. Von er á fyrstu gest­un­um 2. júní og eft­ir það munu streyma inn gest­ir á hót­elið, Foss­hót­el – Reykja­vík.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Davíð Torfa Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Íslands­hót­ela, sem eiga og reka Foss­hót­el, hafa bók­an­ir gengið von­um fram­ar og ljóst að mik­il eft­ir­spurn var eft­ir hót­el­inu sem er fjög­urra stjörnu.

Hall­grím­ur Magnús­son, bygg­ing­ar­stjóri Eykt­ar á Höfðatorgs­reitn­um, seg­ir að áætlan­ir um af­hend­ingu muni stand­ast komi ekk­ert óvænt upp á. Það standi tæpt og und­an­farn­ar vik­ur hafi verið unnið mikið fyr­ir utan hefðbund­inn vinnu­tíma og dag­arn­arn­ir oft lang­ir hjá starfs­fólki Eykt­ar og und­ir­verk­taka sem koma að bygg­ingu hót­els­ins.

Ágúst 2013 - maí 2015 19 hæðir og 320 her­bergi

Í júlí 2013 var skrifað und­ir samn­ing um að hefja fram­kvæmd­ir og í ág­úst það sama ár fékk Eykt bygg­ing­ar­leyfi á lóðinni. Á átján mánuðum hafa því risið 19 hæðir, þar af bíla­kjall­ari á þrem­ur hæðum, en alls eru 320 her­bergi, þar af sjö svít­ur á 16. hæðinni, sem er sú efsta, á hót­el­inu. Hót­elið, sem verður það stærsta á land­inu, er nán­ast full­bókað í sum­ar.

Hall­grím­ur seg­ir að á sama tíma og starfs­menn Eykt­ar og und­ir­verk­tak­ar séu að leggja loka­hönd­ina á bygg­ing­una og lóðarfrá­gang, séu starfs­menn Foss­hót­ela byrjaðir að und­ir­búa komu gesta, meðal ann­ars með því að setja laus­ar inn­rétt­ing­ar inn í her­berg­in og gera eld­húsið klárt.

Þegar blaðamaður mbl.is kom við á Höfðatorgi í vik­unni var allt á hvolfi og fólk að störf­um uppi um alla veggi. Enda mikið í húfi – standa á við sam­komu­lagið um af­hend­ingu hót­els­ins um mánaðamót­in maí/​júní.

„Okk­ar mark­mið er að skila öllu hót­el­inu af okk­ur nú um mánaðamót­in óháð því hvað rekstr­araðil­inn vill gera. Það er í hans hönd­um að ákveða hvort all­ar hæðir fari í út­leigu strax eða hvernig þessu verður háttað.“

Búið að ljúka við 11 hæðir 

Að sögn Hall­gríms eru ell­efu neðstu hæðirn­ar til­bún­ar og þar er verið að setja inn lausa­muni og annað slíkt í her­berg­in á þess­um hæðum. Eykt er aft­ur á móti að ganga frá síðustu atriðunum á efstu hæðunum fimm, tengja stofn­lagna­kerfið sem og ör­yggis­kerfi bygg­ing­ar­inn­ar.

Á sama tíma er byrjað á fjöl­býl­is­húsi á tólf hæðum á Höfðatorgs­reitn­um og í und­ir­bún­ingi eru tvær skrif­stofu­bygg­ing­ar.

Það er komið bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir næsta áfanga bíla­kjall­ar­ans og er unnið að hönn­un íbúðat­urns­ins sem mun rísa á Höfðatorgi við hliðina á hót­el­inu. Um er að ræða sam­eig­in­leg­an bíla­kjall­ara með öðrum bygg­ing­um á reitn­um með bíla­stæði fyr­ir starfs­menn, gesti og íbúa á Höfðatorgs­reitn­um, tengd sam­an neðanj­arðar.

Eykt bygg­ir íbúðat­urn­inn líkt og aðrar bygg­ing­ar á Höfðatorgs­reitn­um en fé­lagið Höfðaíbúðir mun eiga íbúðirn­ar og selja þær á al­menn­um markaði en ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvenær fram­kvæmd­um verður lokið.

Þegar er farið að skoða næstu mögu­leika á Höfðatorgs­reitn­um en þar er gert ráð fyr­ir tveim­ur sjö og níu hæða skrif­stofut­urn­um til viðbót­ar. Unnið er að hönn­un þeirra og er máli í vinnslu hjá skipu­lags­yf­ir­völd­um.

Hall­grím­ur seg­ir að fjöl­býl­is­húsið verði  vænt­an­lega ekki byggt jafn hratt og hót­elið enda reyn­ir slíkt mjög á starfs­fólkið -  að vera und­ir stöðugum þrýst­ingi varðandi skil.

Und­an­farna átján mánuði hafa á milli tvö og þrjú hundruð unnið að bygg­ingu hót­els­ins en nú eru um tvö hundruð að störf­um þar á veg­um Eykt­ar og eins og áður sagði eru vinnu­dag­arn­ir lang­ir enda að miklu að stefna, að skila verk­inu um mánaðamót.

 „Þetta hef­ur verið stöðug keyrsla all­an tím­ann og vinnu­dag­ur­inn nán­ast aldrei und­ir tíu tím­um og nú und­ir það síðasta enn lengri, og við finn­um það að það er að koma þreyta í mann­skap­inn. En verklok nálg­ast óðum og ánægju­legt að sjá að með sam­stilltu átaki tekst þetta,“ seg­ir Hall­grím­ur.

Hann ótt­ast áhrif verk­falla og seg­ir að þau séu  byrjuð að segja til sín þar sem fram­leiðend­ur og birgjar úti á landi eru í verk­falli. Þetta hef­ur þýtt að vör­ur fyr­ir hót­elið hafa ekki borist á rétt­um tíma en við von­um það besta, seg­ir Hall­grím­ur sem hef­ur í meira en nógu að snú­ast þess­ar vik­urn­ar enda nálg­ast skila­dag­ur­inn óðum.

mbl.is hef­ur fylgst með bygg­ingu hót­els­ins allt frá því að skrifað var und­ir samn­ing um bygg­ingu þess sum­arið 2013. Nú er verk­inu að ljúka en síðasta grein­in um bygg­ingu Foss­hót­els - Reykja­vík verður birt í byrj­un júní þegar verki lýk­ur.

Fosshótel - Reykjavík - Það eru margar vinnustundirnar sem eru …
Foss­hót­el - Reykja­vík - Það eru marg­ar vinnu­stund­irn­ar sem eru á bak við þessa bygg­ingu sem verður tek­in í notk­un eft­ir nokkr­ar vik­ur. 320 her­bergi á 16 hæðum. mbl.is/​Golli
Á sama tíma og unnið er að frágangi utanhúss er …
Á sama tíma og unnið er að frá­gangi ut­an­húss er verið að leggja loka­hönd á veit­ingastað hót­els­ins sem opn­ar í byrj­un júní mbl.is/​Golli
Hallgrímur Magnússon byggingarstjóri Höfðatorgs hefur í nægu að snúast þessa …
Hall­grím­ur Magnús­son bygg­ing­ar­stjóri Höfðatorgs hef­ur í nægu að snú­ast þessa dag­ana enda drjúg dags­verk­in hjá starfs­mönn­um hans und­an­far­in miss­eri. Foss­hót­el - Reykja­vík mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK