CCP: Hagræðing ekki fyrirhuguð

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP
Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP

Engar frekari hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar hjá CCP þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ári hafi numið tæpum níu milljörðum króna. „Við réðumst í miklar breytingar á síðasta ári, tókum stórar og erfiðar ákvarðanir með það að markmiði að styrkja og efla rekstur fyrirtækisins til framtíðar,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP.

Eldar segir fyrirtækið ekki ætla að gefa út neinar yfirlýsingar í tenglum við ársuppgjör CCP. Það sé frekar skýrt.

Frétt mbl.is: CCP tapaði níu milljörðum

Eldar bendir þó á að tapið megi rekja til afskrifta og niðurfærslu óefnislegra eigna og segir þá ákvörðun að hætta þróun tölvuleiksins World of Darkness hafa haft veruleg áhrif á útkomu ársins 2014 og bókfærðan kostnað þess.

Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins námu óefnislegar eignir, sem er að mestu leyti eignfærður þróunarkostnaður, um 1,9 milljarði króna í lok síðasta árs samanborið við 9,6 milljarða árið 2013. Líkt og segir í fyrri frétt mbl drógust heildareign­ir fyrirtækisins mikið sam­an milli ára eða um 9,5 millj­arða króna og námu 4,4 millj­örðum, sam­an­borið við 13,9 millj­arða á síðasta ári. Eigið fé var nei­kvætt um rúma tvö millj­arða króna. 

Þróa fyrir einn leikjaheim

Í tilkynningu með hálfsársuppgjöri CCP á síðasta ári sagði að sú ákvörðun að hætta þróun á fjölspilunar-tölvuleiknum World of Darkness hefði í för með sér töluverðan kostnað vegna uppsagnarákvæða, auknum afskriftum og niðurfærslu ákveðina óefnislegra eigna sem hefðu neikvæð áhrif á afkomu tímabilsins.

Ákveðið var að hætta þróun leiksins til þess að sameina fyrirtækið bakvið það markmið að þróa leiki fyrir einn og sama leikjaheiminn; EVE leikjaveröldina.

Í árs­reikn­ingn­um kem­ur fram að stöðugild­um hjá CCP hafi fækkað úr 537 í 431, eða alls um 106. Líkt og áður hef­ur verið greint frá var 27 starfs­mönnum í höfuðstöðvun­um í Reykja­vík sagt upp störfum á síðasta ári.

CCP vildi ekki tjá sig frekar um uppgjörið.

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP.
Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK