Auglýst eftir banka í Leifsstöð

Isavia auglýsir nú eftir tilboðum í fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs …
Isavia auglýsir nú eftir tilboðum í fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Isavia hefur auglýst eftir tilboðum í fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í fjármálaþjónustunni felst meðal annars gjaldeyrisþjónusta, rekstur hraðbanka og endurgreiðsla á virðisaukaskatti. Tilboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Fyrirtæki sem skila inn tilboði þurfa að hafa starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki útgefið af íslenska Fjármálaeftirlitinu eða starfsleyfi gefið út af öðrum þjóðum innan EES, segi í fréttatilkynningu frá Isavia.

Lands­bank­inn hef­ur rekið af­greiðslu í Leifs­stöð allt frá opn­un og kom fram í tilkynningu frá bankanum í byrjun maí að hann myndi taka þátt í útboði Isa­via um fjár­málaþjón­ustu þegar það færi fram.

Ný tækifæri með breyttri skiptingu farþega

Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað mikið síðustu árin, í takt við fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands. Árið 2010 voru farþegar rúmar tvær milljónir en árið 2014 fóru um 3,9 milljónir um flugvöllinn. Samkvæmt áætlunum Isavia mun þessi fjölgun halda áfram næstu árin og gert er ráð fyrir að talan verði komin upp í 5,2 milljónir árið 2020.

„Á þessum tíma hafa skapast ný tækifæri í fjármálaþjónustu á flugvellinum þar sem mikil breyting hefur orðið á hlutfallinu á milli íslenskra og erlendra farþega. Fyrir þessa miklu aukningu fór jafnt hlutfall innlendra og erlendra ferðamanna um flugvöllinn en nú eru 70% ferðamanna erlendir og 30% innlendir,“ segir í frétt Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka