Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja gera allar ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig, eða 50 punkta, á næsta vaxaákvörðunarfundi peningastefnunefndar á miðvikudaginn kemur, 10. júní.
Þegar litið er yfir lengra spátímabil kemur þó í ljós að nokkru munar á mati greiningardeildanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þannig spá Íslandsbanki og Arion banki því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig á þessu ári en Landsbankinn spáir því að hækkunin verði meiri, eða tvö prósentustig. Þegar litið er til næsta árs gerir Landsbankinn einnig ráð fyrir meiri hækkun vaxta en Íslandsbanki.