Gátu sniðgengið gjaldeyrishöftin

Frosti Sigurjónsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Frosti Sigurjónsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. mbl.is/Golli

Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, gátu félög sniðgengið almennt bann við gjaldeyrishöftum.

Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi sem lagt var fyrir þingið um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992.

Þar segir að nauðsynlegt þykir að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. 

Í frumvarpinu er því lagt til að lögaðilum verði aðeins heimilt að kaupa erlendan gjaldeyri vegna endurgreiðslu lána eða greiðslna áfallinna ábyrgða innan samstæðu hafi lán eða ábyrgð verið veitt í tengslum við vöru- og þjónustuviðskipti eða lán uppfyllir skilyrði 3. mgr. 13. gr. g.

Frumvarpinu er þannig ætlað að mæta þeim hættum sem kunna að vera til þess fallnar að grafa undan markmiðum aðgerða stjórnvalda um losun fjármagnshafta en samkvæmt heimildum mbl.is verða tvö frumvörp um losun gjaldeyrishafta kynnt fyrir þingflokkunum í fyrramálið, kynnt fyrir almenningi og lögð fyrir Alþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK