Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði enn lánshæfismat sitt fyrir Grikkland í dag. Matið var lækkað um eitt stig og er nú CCC.
Fram kemur í frétt AFP að ákvörðunin um að lækka lánshæfismat Grikklands hafi verið tekin í kjölfar þess að grísk stjórnvöld ákvaðu að fresta afborgun af láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í síðustu viku.
S&P segir í rökstuðningi sínum að fyrirtækið telji að náist ekki samkomulag á milli Grikklands og alþjóðlegra lánadrottna þess, það er Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins, séu allar líkur á að landið lendi í greiðsluþroti innan 12 mánaða.