Bjórgarðurinn opnaður við Höfðatorg

00:00
00:00

Bjórgarður­inn verður form­lega opnaður í dag, en þar munu bjóráhuga­menn geta komið sam­an, vætt kverk­arn­ar og borðað mat und­ir áhrif­um götu­menn­ing­ar í New York. mbl.is kíkti í heim­sókn á staðinn, sem er í Foss­hót­el­inu við Þór­unn­ar­tún 1.

Á staðnum er stærsta bjórdæla lands­ins, með alls tutt­ugu og tveim­ur krön­um og boðið verður upp á teg­und­ir sem ekki hafa sést hér á landi fyrr. Þá verður í fyrsta skipti á Íslandi hægt að fá mat og bjór sér­stak­lega paraðan sam­an, en að sögn Lofts Hilm­ars Lofts­son­ar, rekstr­ar­stjóra, upp­hef­ur bjór all­ar máltíðir.

Staður­inn mun taka 120 manns í sæti en lögð verður sér­stök áhersla á vítt úr­val af bjór ásamt mat und­ir áhrif­um götu­menn­ing­ar New York borg­ar. Meðal ann­ars verður boðið upp á sér­gerðar Grillowa ostapyls­ur frá Pylsu­meist­ar­an­um sem born­ar eru fram með ýmsu meðlæti.

Þeir Loft­ur H. Lofts­son, rekst­ar­stjóri og Bjarni Rún­ar Bequ­ette, yfir­kokk­ur munu leiða starfið á Bjórgarðinum ásamt Jimmy Wallster, hót­el­stjóra Foss­hót­el Reykja­vík. All­ir hafa þeir unnið unnið hjá Foss­hót­el­um um tíma en taka nú að sér stærri og kröf­u­meiri verk­efni. Þá verður sér­stak­ur bjór­ráðgjafi á staðnum.

Staður­inn er hannaður af Leifi Weld­ing sem meðal ann­ars hef­ur komið að hönn­un veit­ingastaða á borð við Grill­markaðinn, Fisk­fé­lagið og Sus­hi Sam­ba. Þar má einnig finna feikn­ar­stórt lista­verk af tveim­ur ein­stak­ling­um af skála eft­ir Arn­grím Sig­urðsson, sem Loft­ur seg­ir stærstu skál lands­ins. 

Við Höfðatorg er búið að opna stærsta hót­el á Íslandi og er það 17 þúsund fer­metr­ar og 320 hót­el­her­bergi eru í hús­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK