Bjórgarðurinn opnaður við Höfðatorg

Bjórgarðurinn verður formlega opnaður í dag, en þar munu bjóráhugamenn geta komið saman, vætt kverkarnar og borðað mat undir áhrifum götumenningar í New York. mbl.is kíkti í heimsókn á staðinn, sem er í Fosshótelinu við Þórunnartún 1.

Á staðnum er stærsta bjórdæla landsins, með alls tuttugu og tveimur krönum og boðið verður upp á tegundir sem ekki hafa sést hér á landi fyrr. Þá verður í fyrsta skipti á Íslandi hægt að fá mat og bjór sérstaklega paraðan saman, en að sögn Lofts Hilmars Loftssonar, rekstrarstjóra, upphefur bjór allar máltíðir.

Staðurinn mun taka 120 manns í sæti en lögð verður sérstök áhersla á vítt úrval af bjór ásamt mat undir áhrifum götumenningar New York borgar. Meðal annars verður boðið upp á sérgerðar Grillowa ostapylsur frá Pylsumeistaranum sem bornar eru fram með ýmsu meðlæti.

Þeir Loftur H. Loftsson, rekstarstjóri og Bjarni Rúnar Bequette, yfirkokkur munu leiða starfið á Bjórgarðinum ásamt Jimmy Wallster, hótelstjóra Fosshótel Reykjavík. Allir hafa þeir unnið unnið hjá Fosshótelum um tíma en taka nú að sér stærri og kröfumeiri verkefni. Þá verður sérstakur bjórráðgjafi á staðnum.

Staðurinn er hannaður af Leifi Welding sem meðal annars hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Grill­markaðinn, Fisk­fé­lagið og Sus­hi Sam­ba. Þar má einnig finna feiknarstórt listaverk af tveimur einstaklingum af skála eftir Arngrím Sigurðsson, sem Loftur segir stærstu skál landsins. 

Við Höfðatorg er búið að opna stærsta hótel á Íslandi og er það 17 þúsund fermetrar og 320 hótelherbergi eru í húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK