Kynna fyrirhugaða hópmálsókn

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is

Fyrrum hluthafar Landsbanka Íslands hf. hafa unnið með Landslögum að undirbúningi hópmálsóknar á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í fréttatilkynningu frá Jóhannesi Bjarna Björnssyni, lögfræðingi hjá Landslögum segir að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin „gögn sem gefa sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengju upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar tengdar honum og einnig að hann hafi brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu.“

Kynningarfundur um væntanlega hópmálsókn verður haldinn fimmtudaginn 25. júní næstkomandi kl. 17.00 í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík.

Í yfirlýsingu sem talsmaður Björgólfs Thors sendi frá sér, í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins um málið, og sem var birt á vef RÚV, segir að hópurinn sem standi að málssókninni byggi ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í  félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. „Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.“

Sjá yfirlýsinguna í heild hér.

Í fréttatilkynningu um málssóknina segir að í málinu verði byggt á því að eftir brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr hluthafahópi Samson haustið 2005 hafi „Björgólfur Thor með saknæmum hætti hindrað að hann yrði talinn tengdur aðili við bankann til þess að koma í veg fyrir að upplýst yrði um umfangsmiklar lánveitingar tengdar honum sem voru langt umfram heimildir bankans að mati Fjármálaeftirlitsins.“

Þá segir:

„Þá voru hluthafar ekki upplýstir um áhrif Björgólfs Thors í bankanum sem voru veruleg og í raun hafi bankinn verið undir fullum yfirráðum Samsonar frá árinu 2006.

Er talið að við það hafi yfirtökuskylda stofnast og að Björgólfur Thor hafi sem stjórnarformaður Samson látið undir höfuð leggjast að bregðast við yfirtökuskyldu sem á félaginu hvíldi og með þeirri vanrækslu bakað sér bótaábyrgð gagnvart hluthöfum.

 Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands hf. hefur verið stofnað utan um hópmálsóknina. Stofnendur félagsins eru Samtök sparifjáreigenda, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður, Stapi lífeyrissjóður og Ólafur Kristinsson lögmaður. Þá liggur fyrir að fjöldi hluthafa þar á meðal lífeyrissjóðir verða þátttakendur í málsókninni.“

Þeir sem eiga hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. geta tekið þátt í hópmálsókninni og skráð sig í málsóknarfélagið á vefsíðunni  malsokn.landslog.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK