Einn vildi hækka vexti um eina prósentu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

All­ir nefnd­ar­menn í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands vildu hækka stýri­vexti bank­ans um að minnsta kosti 0,5 pró­sent­ur á sein­asta fundi nefnd­ar­inn­ar. Einn nefnd­armaður greiddi þó at­kvæði gegn til­lögu Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra og vildi hækka vexti um 1 pró­sentu. Hann taldi sig engu að síður geta fall­ist á til­lögu Más.

Samþykkt var að hækka vext­ina um 0,5 pró­sent­ur, eins og kunn­ugt er, sem þýðir að vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um eru 5%, inn­lánsvext­ir (vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um) 4,75%, vext­ir af lán­um gegn veði til sjö daga 5,75% og dag­lána­vext­ir 6,75%.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar sem birt var á vef Seðlabank­ans í dag.

Þar seg­ir að nefnd­ar­menn hafi verið sam­mála um að ein­sýnt virt­ist að hækka þyrfti vexti um­tals­vert í ág­úst og frek­ar á kom­andi miss­er­um ætti að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið og senda um það skýr skila­boð með yf­ir­lýs­ing­unni nú.

Helstu rök sem fram komu á fund­in­um fyr­ir að hækka vexti um 0,5 pró­sent­ur að sinni voru þau að verðbólga væri enn lít­il og ekki væri ljóst í hve rík­um mæli launa­hækk­un­um yrði velt út í verðlag eða mætt með hagræðingu í fyr­ir­tækj­um. Einnig væri óvíst hve mikið launa­skrið yrði í fram­haldi af kjara­samn­ing­un­um. Á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar lægi fyr­ir mæl­ing á fyrstu áhrif­um kjara­samn­inga á verðbólgu ásamt nýrri spá bank­ans.

Einnig var bent á að með því að senda skýr skila­boð um vænt­an­leg­ar vaxta­hækk­an­ir yrði markaður­inn jafn­framt bú­inn und­ir þær. Áhrifa boðaðra vaxta­breyt­inga myndi að ein­hverju leyti gæta strax eins og raun­in varð með síðustu yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar þegar áhrif boðaðra vaxta­hækk­ana komu strax fram á skulda­bréfa­markaði.

Á móti var bent á þá hættu að pen­inga­stefn­an væri að bregðast of seint og of hægt við. Kraft­ur­inn í þjóðarbú­skapn­um hefði þegar á síðasta fundi nefnd­ar­inn­ar kallað á hert taum­hald óháð niður­stöðum kjara­samn­inga og hefði sú þörf auk­ist enn frek­ar þar sem taum­haldið hefði slaknað á milli funda vegna hækk­un­ar verðbólgu­vænt­inga.

Nú bætt­ist við að launa­hækk­an­ir í kjara­samn­ing­un­um væru meiri en út­lit var fyr­ir á síðasta fundi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK