Univision ætlar ekki að sýna frá fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin líkt og fyrirtækið hefur gert á liðnum árum til þess að mótmæla orðum Donalds Trump í garð mexíkóskra innflytjenda. Keppnin er að hluta til í eigu Trump.
Þar að auki ætlar Univision að slíta á öll önnur viðskiptaleg tengsl við Trump.
Þegar Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í síðustu viku sagði hann að mexíkóskum innflytjendum í Bandaríkjunum fylgdu jafnan glæpir, fíkniefni og nauðganir.
Univision er stærsta spænskumælandi sjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna.
Trump hefur verið harðlega gagnrýndur síðan hann lét ummælin falla. Hann segist þó standa við orð sín.
Í viðtali við Fox News sagðist hann þurfa að höfða mál á hendur Univision vegna þessa, þar sem sjónvarpsstöðin er samningsbundnin til þess að sýna keppnina. „Þeir munu þurfa að borga mér fullt af peningum,“ sagði Trump.
Í frétt CNN Money kemur fram að Univision undirritaði nýlega fimm ára útsendingarsamning við fegurðarsamkeppnina.
Keppnin fer fram þann 12. júlí næstkomandi.
Univision wants to back out of signed <a href="https://twitter.com/MissUniverse">@MissUniverse</a> contract because I exposed the terrible trade deals that the U.S. makes with Mexico.