Dómsmál Tchenguiz ekki tekið fyrir í Englandi

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Ljósmynd/Tom Stockill

Dómsmál Vincent Tchenguiz gegn slitabúi Kaupþings verður ekki tekið fyrir hjá enskum dómstólum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitabúinu, en það hafði áður farið fram á að málið yrði tekið fyrir hjá íslenskum dómstólum.

Tchenguiz höfðaði mál á hend­ur breska end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornt­on, tveim­ur starfs­mönn­um þess, slita­búi Kaupþings og Jó­hann­esi Rún­ari Jó­hanns­syni, meðlimi í slita­stjórn­inni, í fyrra vegna tjóns sem hann seg­ist hafa orðið fyr­ir þegar efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar, Ser­i­ous Fraud Office, rann­sakaði lán­veit­ing­ar til hans og bróður hans, Roberts, sem var einn stærsti skuld­ari Kaupþings við fall bank­ans.

Fór Tchenguiz fram á 2,2 milljarða punda skaðabætur vegna málsins, en það nemur um 447 milljörðum króna.

Dómstóllinn hefur nú dæmt að ekki sé hægt að lögsækja Kaupþing fyrir enskum dómstólum, en segir þó að málið gegn Jóhannesi geti haldið áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK