Fjármagna 100 milljarða álver

Fyrirhugað álver við Hafursstaði.
Fyrirhugað álver við Hafursstaði.

Viljayfirlýsing um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð var undirrituð í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í gær. Fyrirtækin Klappir Development ehf. og China Nonferrous Metal Industry´s Foreign Engineering and Construction (NFC) standa að fjármögnuninni.

Klappir og NFC vinna um þessar mundir í sameiningu að hagkvæmniathugun vegna byggingar og reksturs fyrirhugaðs álvers. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna, eða 780 milljónir Bandaríkjadala.

Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingatíma.

Þetta er mikilvægur áfangi í undirbúningsferlinu. Klappir og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra fagna því að jafn öflugur og traustur aðili og NFC skuldbindi sig til þátttöku í þróun verkefnisins. Framboð á nauðsynlegri orku mun ráða því hvenær hægt verður að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum,“ er haft eftir Ingvari U. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development.

Viljayfirlýsingin sem var undirrituð í gær byggir m.a. á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum.

NFC ábyrgist 70% kostnaðar

Í viljayfirlýsingunni á milli Klappa Development og NFC er kínverska samstarfsaðilanum falin svokölluð „alframkvæmd“ (e. turnkey) verkefnisins. Samkvæmt yfirlýsingunni ábyrgist NFC fjármögnun a.m.k. 70% kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins á meðan uppkeyrslu þess stendur.

Í viljayfirlýsingunni er einnig kveðið á um samvinnu Klappa og NFC um gerð samninga við þriðja aðila um forsölu framleiðsluafurða (e. offtake) sem og um samstarf um gerð samninga við seljendur hráefnis.

Frétt mbl.is: Hvar á þetta nýja álver að vera?

 

Við undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Við undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Fyrirhuguð uppbygging álversins við Hafursstaði.
Fyrirhuguð uppbygging álversins við Hafursstaði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK