Nýtt hótel í Lækjargötu opnar 2018

Teikni­stof­an Gláma-Kím varð hlut­skörp­ust í sam­keppni Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar vegna nýs hót­els í Lækj­ar­götu í Reykja­vík. Stefnt er að því að opna hót­elið fyr­ir sum­arið 2018.


Ólaf­ur Torfa­son, for­stjóri Íslands­hót­ela, seg­ir að hug­mynd­inni verði vísað til skipu­lags­yf­ir­valda í Reykja­vík. Hann bind­ur von­ir við að skipu­lagið verði samþykkt í haust þannig að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir í árs­byrj­un 2016. Stefnt sé að því að opna hót­elið í mars eða apríl 2018.

Hann tek­ur fram að út­lit húss­ins hafi ekki verið ákveðið end­an­lega en vinn­ingstil­lag­an er hér sýnd, ásamt tveim­ur öðrum til­lög­um.


Fjöldi her­bergja hef­ur ekki verið ákveðinn og seg­ir Ólaf­ur að á þessu stigi sé miðað við 120-135 her­bergi, ef tvö ná­læg hús munu verða hluti af nýja borg­ar­hót­el­inu.


Hafa áhuga á að tengja tvö ná­læg hús við hót­elið

Íslands­hót­el keyptu hús­eign­ina Skóla­brú 2 í byrj­un árs­ins og verður það hús tengt við nýja hót­elið. Þá hafa Íslands­hót­el áhuga á að kaupa fast­eign­ina Von­ar­stræti 4 en þar er Bíla­stæðasjóður til húsa. Eru uppi hug­mynd­ir um að það hús yrði hluti af hót­el­inu eins og Skóla­brú 2.

Viðræður Íslands­hót­ela og Reykja­vík­ur­borg­ar vegna Von­ar­stræt­is 4 munu hefjast á næst­unni.

Fram kom í Morg­un­blaðinu 20. nóv­em­ber síðastliðinn að full­trú­ar Íslands­banka ann­ars veg­ar og Íslands­hót­ela og Hafnareyj­ar, dótt­ur­fé­lags Minja­vernd­ar, hins veg­ar hefðu skrifað und­ir kaup­samn­ing vegna Lækj­ar­götu 12. Þar var Íslands­banki lengi með úti­bú.

Að sögn Ólafs verður Lækj­ar­gata 12 rif­in og þá meðal ann­ars vegna skemmda sem burðar­virki húss­ins varð fyr­ir í elds­voða á síðustu öld. Forn­minj­ar hafa fund­ist norður af Lækj­ar­götu 12 og fer þar nú fram upp­gröft­ur. Ólaf­ur seg­ir eft­ir að ákveða fram­haldið varðandi forn­minjarn­ar og hvernig unnið verði með þær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK