Nýtt hótel í Lækjargötu opnar 2018

Teiknistofan Gláma-Kím varð hlutskörpust í samkeppni Íslandshótela og Minjaverndar vegna nýs hótels í Lækjargötu í Reykjavík. Stefnt er að því að opna hótelið fyrir sumarið 2018.


Ólafur Torfason, forstjóri Íslandshótela, segir að hugmyndinni verði vísað til skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Hann bindur vonir við að skipulagið verði samþykkt í haust þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir í ársbyrjun 2016. Stefnt sé að því að opna hótelið í mars eða apríl 2018.

Hann tekur fram að útlit hússins hafi ekki verið ákveðið endanlega en vinningstillagan er hér sýnd, ásamt tveimur öðrum tillögum.


Fjöldi herbergja hefur ekki verið ákveðinn og segir Ólafur að á þessu stigi sé miðað við 120-135 herbergi, ef tvö nálæg hús munu verða hluti af nýja borgarhótelinu.


Hafa áhuga á að tengja tvö nálæg hús við hótelið

Íslandshótel keyptu húseignina Skólabrú 2 í byrjun ársins og verður það hús tengt við nýja hótelið. Þá hafa Íslandshótel áhuga á að kaupa fasteignina Vonarstræti 4 en þar er Bílastæðasjóður til húsa. Eru uppi hugmyndir um að það hús yrði hluti af hótelinu eins og Skólabrú 2.

Viðræður Íslandshótela og Reykjavíkurborgar vegna Vonarstrætis 4 munu hefjast á næstunni.

Fram kom í Morgunblaðinu 20. nóvember síðastliðinn að fulltrúar Íslandsbanka annars vegar og Íslandshótela og Hafnareyjar, dótturfélags Minjaverndar, hins vegar hefðu skrifað undir kaupsamning vegna Lækjargötu 12. Þar var Íslandsbanki lengi með útibú.

Að sögn Ólafs verður Lækjargata 12 rifin og þá meðal annars vegna skemmda sem burðarvirki hússins varð fyrir í eldsvoða á síðustu öld. Fornminjar hafa fundist norður af Lækjargötu 12 og fer þar nú fram uppgröftur. Ólafur segir eftir að ákveða framhaldið varðandi fornminjarnar og hvernig unnið verði með þær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK