„Þetta er algjörlega út í hött, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, um fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn við hlið Hörpunnar við Reykjavíkurhöfn.
„Menn nefna að það sé hagkvæmt að hafa starfsemina á einum stað en á sama tíma kaupa þeir dýrustu lóð á Íslandi og hafa hafnað ódýrari lóðum. Hagræðingarrökin eiga því augljóslega ekki við.“
Fjármununum eigi fremur að ráðstafa til að bæta kjör viðskiptavina eða greiða arð í ríkissjóð. Landsbankinn er nú að mestu í eigu íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins, segir Guðlaugur í Morgunblaðinu í dag.