Hermann nýr forstjóri Íbúðalánasjóðs

Hermann Jónasson.
Hermann Jónasson.

Stjórn Íbúðalánssjóðs hefur ráðið Hermann Jónasson sem forstjóra sjóðsins. Hann mun hefja störf næsta mánudag, 20. júlí.

Hermann er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, héraðsdómslögmaður og löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík, að því er segir í fréttatilkynningu.

Sigurður Erlingsson óskaði eftir því að láta af störfum sem forstjóri sjóðsins í lok aprílmánaðar.

Hermann starfaði:

  • hjá Fjármálaráðuneytinu sem lögfræðingur á Tekju- og lagaskrifstofu ráðuneytisins (1995–2000),
  • hjá Landsbréfum hf. sem forstöðumaður Verðbréfasviðs (2000–2002),
  • hjá Landsbanka Íslands hf. sem forstöðumaður Verðbréfaþjónustu og Sérbankaþjónustu auk þess að vera framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins (2002-2004),
  • hjá Landsbanka Íslands hf. sem framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs (2004-2008)
  • hjá Tal hf. sem forstjóri og leiddi þar m.a. sameiningu fjarskiptafyrirtækjanna Hive og Sko (2008-2010)
  • hjá Arion banka hf. sem framkvæmdastjóri Þróunar- og markaðssviðs (2010-2011)
  • hjá Lögfræðistofu Jónatansson & co. að lögfræðistörfum fyrir slitastjórn VBS fjárfestingarbanka hf. (2011-2015)

Hermann er giftur Guðrúnu Sigtryggsdóttur, yfirlögfræðingi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, og saman eiga þau þrjár dætur.

Frétt mbl.is: For­stjóri ÍLS hætt­ir sam­stund­is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK