Catalina fékk pláss á Hverfisgötu

Til vinstri: Verslun Miss Miss á Hverfisgötu til. Til hægri: …
Til vinstri: Verslun Miss Miss á Hverfisgötu til. Til hægri: Catalina gaf út bókina Hið dökka man árið 2010. Samsett mynd

Ca­tal­ina Ncogo hefur aftur opnað fataverslunina Miss Miss en hún er á Hverfisgötu 37 í þetta sinn. Catalina segist mun ánægðari með þessa staðsetningu en í Holtagörðum þar sem verslunin var áður. 

Catalina ætlar þó ekki að láta staðar numið við eina verslun heldur hyggst hún opna að minnsta kosti eina, en mögulega tvær, til viðbótar. Hún segist hafa átt í viðræðum við eigendur Smáralindarinnar og hefur áhuga á að opna eina verslun þar.

Verslunin var opnuð hinn 3. júlí sl. og Catalina segir að nóg hafi verið að gera síðan þar sem mikið er um ferðamenn í bænum. Ásamt Catalinu starfar einn starfsmaður í versluninni.

Níu milljóna þrot

Miss Miss er hluti ít­alskr­ar tísku­versl­un­ar­keðju en Ca­tal­ina opnaði fyrstu slíku versl­un­ina í Holta­görðum árið 2013. Hún lokaði henni í lok síðasta árs þegar félagið Exclusi­ve Bout­ique C. Ncogo ehf. fór í þrot og hefur leitað að öðru húsnæði síðan.

Catalina sagðist í samtali við mbl hafa sett félagið í þrot til þess að losna undan leigusamningnum í Holtagörðum þar sem hún kunni ekki við sig í húsnæðinu. Rekstur Miss Miss var hins vegar í öðru félagi.

Gjaldþrotaskiptum á félaginu var lokið í mars sl. þar sem tæpum níu milljónum króna var lýst í eignalaust þrotabúið. 

Fyrrum starfsmaður Catalinu hafði þó aðra sögu að segja af gjaldþrotinu. Hún sagði að til þess hefði komið vegna vangoldinnar launakröfu eftir að hún sagði upp störfum sökum ágreinings þeirra á milli.

Þetta staðfesti for­stöðumaður kjara­mála­sviðs VR í samtali við mbl þar sem hann sagði launakröfu sem hljóðaði upp á 154 þúsund krónur hafa verið grundvöll gjaldþrota­skipta­beiðninn­ar.

Ný verslun Miss Miss er á Hverfisgötu 37.
Ný verslun Miss Miss er á Hverfisgötu 37. Mynd af Facebook síðu Miss Miss

Líkt og áður hef­ur verið greint frá var Ca­tal­ina dæmd í 2½ árs fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness í des­em­ber 2009 fyr­ir hag­nýt­ingu vænd­is og fíkni­efna­brot. Hæstirétt­ur þyngdi þann dóm hins veg­ar í 3½ ár í júní 2010. Þá var hún einnig dæmd í 15 mánaða fang­elsi í júlí 2010 fyr­ir milli­göngu um vændi, lík­ams­árás og brot gegn vald­stjórn­inni og var dóm­ur­inn hegn­ing­ar­auki við fyrri dóm. Ca­tal­ina var hins veg­ar sýknuð af ákærðu fyr­ir man­sal.

Hún sat inni í tvö ár í kvennafang­els­inu í Kópa­vogi og var lát­in laus í júní 2011.

Vændisstarfsemin var rekin í fjölbýlishúsi á Hverfisgötu 105.

Frétt mbl.is: Beðin um að hringja í viðhaldið

Frétt mbl.is: Níu milljóna gjaldþrot hjá Catalinu

Frétt mbl.is: Catalina vill opna búð í Smáralind

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK