Ísland hefur í nokkra mánuði verið sveipað appelsínugulum lit á heimasíðu Hard Rock Café. Liturinn þýðir að keðjan sé með virkum hætti leita eftir einhverjum til þess að sjá um rekstur veitingahússins hér á landi. Appelsínugul lönd eru efst á lista Hard Rock en ekkert annað Norðurlandanna er í sama lit.
Þegar smellt er á Ísland má sjá að Hard Rock vill opna stað í Reykjavík en áhugasamir geta sótt um á heimasíðunni.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Hard Rock sett sig í samband við aðila á Íslandi sem ekki hafa tekið boðinu. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá árinu 1987 en það var veitingamaðurinn Tómas Tómasson sem opnaði staðinn á sínum tíma. Tómas hefur þó sagt í samtali við mbl að Hard Rock hafi ekki leitað til hans.
Gaumur hf, eignarhaldsfélag Bónus-feðga, keypti Hard Rock á árið 1999 og átti staðinn þar til honum var lokað hinn 31. maí 2005.
Í dag eru 145 Hard Rock veitingastaðir í 59 löndum auk 21 hótels og tíu spilavíta.