Hátíð fyrir skilnaðarlögfræðinga

Skjáskot af heimasíðu Asley Madison

„Ég sá fréttirnar í gær og kollegi minn kom inn á skrifstofuna til mín í morgun og sagði: Þú getur gleymt því að samkynja hjónabönd séu að fara tvöfalda reksturinn. Þetta verður bóla,“ segir skilnaðarlögfræðingurinn Nancy Chemtob, eigandi lögfræðistofunnar Chemtob Moss & Forman, í samtali við CNN Money og vísar til netárásarinnar á framhjáhaldssíðuna Ashley Madison.

Þá sagði annar skilnaðarlögmaður að upplýsingarnar gætu komið af stað flóðbylgju af skilnuðum þar sem fólk hefði í fyrsta lagi sönnun fyrir því að makinn hefði verið ótrúr auk þess að geta sýnt fram á niðurlæginguna sem því fylgdi. „Þegar upplýsingarnar verða opinberar geri ég ráð fyrir að flestir lögmenn fari að hækka taxtana,“ segir Harold Niman, skilnaðarlögfræðingur hjá Niman Gelgoot and Associates LLP í Toronto.

Líkt og mbl greindi frá í gær gerði hópur tölvuþrjóta árás á síðuna sem er hönnuð til þess að aðstoða fólk í sam­bönd­um við að halda fram­hjá mök­um sín­um. Einhverjar persónuupplýsingar voru birtar í gær en hópurinn hefur sagst ætla að halda áfram að birta upplýsingar þar til síðunni verður lokað. Til stóð að skrá fyrirtækið á markað síðar á þessu ári og talið var að um 200 milljónir dollara gætu safnast í útboðinu.

Annar skilnaðarlögfræðingur segir þá í samtali við CNN að síður sem þessi séu nokkuð algeng skilnaðarorsök.

Frétt mbl.is: Kostar framhjáhaldssíðuna 27 milljarða

Frétt mbl.is: Birtu viðkvæm gögn ótrúrra maka

Frétt mbl.is: Notar síðuna ekki til kynlífs

Frétt CNN Money

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK