Hver er þessi Ashley Madison?

Noel Biderman, stofnandi Ashley Madison.
Noel Biderman, stofnandi Ashley Madison.

Tölvuþrjótar brutust inn á framhjáhaldssíðuna Ashley Madison og stálu gögnum. Þeir ætla birta þau ef síðunni verður ekki lokað. En hver er þessi Ashley og hver byggir upp farsælt fyrirtæki í kringum ótrúa maka?

Á heimasíðunni stendur að síðan sé fremsta stefnumótaþjónusta heims fyrir gift fólk sem leitar eftir leynilegum kynnum við aðra en makann sinn. Í spurningadálki segir þó að þjónustan hvetji fólk ekki til framhjáhalds og bendir þeim sem eiga í sambandserfiðleikum á að leita aðstoðar. Hins vegar sé þjónustan sú allra besta fyrir þá sem leita eftir einhverjum öðrum en makanum til þess að uppfylla þarfir sínar.

Þá segir: „Þú stefnir aldrei öryggi eða pesónuupplýsingum þínum í hættu og þarft ekki að gefa neinar upplýsingar frekar en þú vilt.“

Þetta reyndist hins vegar ekki rétt miðað við atburðarrás síðustu daga. Líkt og mbl greindi frá í vikunni gerði hóp­ur tölvuþrjóta árás á síðuna. Ein­hverj­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar voru birt­ar í strax í kjölfarið en hóp­ur­inn hef­ur sagst ætla að halda áfram að birta upp­lýs­ing­ar þar til síðunni verður lokað.

27 milljarðar tapaðir

Til stóð að skrá fyr­ir­tækið á markað síðar á þessu ári og var talið að um 200 millj­ón­ir doll­ara, eða 27 milljarðar dollara, gætu safn­ast í útboðinu. Eft­ir árás­ina verður hins veg­ar lík­lega ekki af því þar sem fyr­ir­tækið hef­ur misst all­an trúðverðug­leika og tölvuþrjót­arn­ir hóta því að halda áfram að birta per­sónu­upp­lýs­ing­ar þar til síðunni verður lokað. 

Þrátt fyrir að stofnandi síðunnar sé eflaust óánægður með atburðarrás síðustu daga hafa skilnaðarlögfræðingar glaðst yfir fréttunum og sjá fram að geta hækkað taxtana sökum fljóðbylgju af skilnuðum

Vinsælustu nöfnin

Vefsíðan Ashley Madison er kanadísk að upplagi og í eigu fyrirtækisins Avid Life Media sem lögfræðingurinn og fyrrum umboðsmaðurinn Noel Biderman stofnaði. Síðan fór fyrst í loftið árið 2001 en hugmyndina að nafninu fékk Biderman þegar hann starfaði sem umboðsmaður fyrir íþróttamenn rétt fyrir stofnun þjónustunnar.

Þá höfðu íþróttamenn á hans snærum verið gómaðir við framhjáld og Biderman datt í hug að stofna öruggan vettvang fyrir fólk í þeim hugleiðingum. Þá vildi hann einnig höfða til kvenna og kíkti því einfaldlega í þjóðskrána. Þar sá hann að Ashley og Madison voru á meðal fjögurra vinsælustu stúlknanafnanna á árunum 2000 og 2001 og nafnið var þar með komið.

Ólíkt viðskiptamódel

Viðskiptamódelið er nokkuð ólíkt öðrum stefnumótasíðum sem treysta á reglulega mánaðaráskrift notenda. Í staðinn kaupa viðskiptavinir einhvers konar gjaldmiðil á síðunni, þ.e. „credits“, eða sem kalla má einingar. Til þess að hefja samtal þarf karlmaður t.d. að borga fimm „einingar“ en konur þurfa hins vegar ekki að greiða.  Ekki þarf að greiða aukalega fyrir spjall eftir fyrstu skilaboð.

Þá kostar einnig að eyða reikningum auk þess sem hægt er að borga fyrir að uppfæra prófílinn. 

Á síðunni er ýmist hægt að kaupa pakka með 1.000 einingum á 289 dollara, eða sem jafngildir um 39 þúsund íslenskum krónum, 500 einingar á 169 dollara eða 100 einingar eru á 59 dollara. 

Síðan hefur verið gagnrýnd fyrir að veita notendum tryggingu sem felst í endurgreiðslu ef notendur finna ekki það sem leitað var eftir. Skilyrðin eru hins vegar ströng í smáa letrinu því notendur þurfa að hafa gert allt í sínu valdi til þess að finna einhvern. Þeir þurfa að hafa sent dýrari forgangsskilaboð til 18 mismunandi notenda í þrjá mánuði, þurfa að senda 5 Ashley Madison gjafir og tala við einhvern í eina klukkustund í hverjum mánuði en spjallið þarf vitaskuld að greiða fyrir.

Vildu íþróttaleikvang og flugvöll

Hugmyndin virðist ganga því notendur eru í dag 35 milljónir talsins og samkvæmt talningu vefmælingafyrirtækisins SimilarWeb eru heimsóknir um 124 milljónir í hverjum mánuði.

Engar auglýsingar eru á síðunni og treystir hún því ekki á auglýsingatekjur. Hins vegar auglýsir Ashley Madison mikið og vekur yfirleitt mikla atygli.

Þá hefur fyrirtækið einnig seilst eftir því að íþróttaleikvangar verði nefndir í höfuðið á því. T.d. vildu forsvarsmenn þess að nýr leikvangur New York Giants og New York Jets yrði nefndur Ashley Madison Stadium. Úr því varð ekki og völlurinn hlaut nafnið MetLife Stadium.

Þá reyndi fyrirtækið einnig að fá Sky Harbor International flugvöllinn í Phoenix nefndan í höfuðið á sér á árinu 2010. Því var ekki heldur tekið. 

Gríðarlegur vöxtur

Tekjur Ashley Madison á árinu 2014 námu 115,5 milljónum dollara, eða um 21 milljarði króna, og hækkuðu umtalsvert frá fyrra ári þegar þær námu 77 milljónum dollara. Árið 2010 námu þær einungis 26 milljónum dollara og ljóst er því að vöxturinn er mikill og hraður. 

Ekki er liggur hins vegar hvaða fjárfestar hugðust kaupa í fyrirtækinu þegar það færi á markað. Hingað til hefur Ashley Madison ekki viljað gefa upp hverjir eigendur fyrirtækisins eru. Enda hafa fjárfestar mögulega ekki viljað opinbera tengingu fyrir fyrirtækið.

Hér að neðan má sjá fyrirlestur sem stofnandi Ashley Madison flutti á Tedx ráðstefnu árið 2013.

Skjáskot af heimasíðu Ashley Madison
Notendum er veitt trygging fyrir því að kynnast einhverjum.
Notendum er veitt trygging fyrir því að kynnast einhverjum. AFP
Auglýsing frá Ashley Madison. „Lífið er stutt. Haltu framhjá“.
Auglýsing frá Ashley Madison. „Lífið er stutt. Haltu framhjá“.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK