Kaupir „Actavis“ í þriðja sinn

Sigurður Óli Ólafsson, yfirmaður sam­heita­lyfja­hluta Teva.
Sigurður Óli Ólafsson, yfirmaður sam­heita­lyfja­hluta Teva. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við vitum að það er mikið af góðu fólki á Íslandi og ég þekki það persónulega frá minni eigin reynslu en við þurfum bara að skoða hvernig áhrifin verða á hverjum markaði fyrir sig,“ segir Sig­urður Óli Ólafs­son, yfirmaður sam­heita­lyfja­hluta Teva, aðspurður um framtíð starfseminnar á Íslandi.

Ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva hef­ur keypt sam­heita­lyfja­hluta Allerg­an, sem áður hét Acta­vis, á 40,5 millj­arða dollara en það svar­ar til tæp­lega 5.500 millj­arða króna. Að sögn Sigurðar verða heildartekjur af samheitalyfjasviði sameinaðs fyrirtækis um 16 til 17 milljarðar dollara.

Tekjur sama sviðs hjá Allergan, sem áður hét Actavis, eru í dag um 6,5 milljarðar, en hjá Teva eru tekjurnar um 10 milljarðar dollara.

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu eiga þó enn eftir að samþykkja samrunann og Sigurður reiknar því með því að sameiningin geti farið fram á fyrsta ársfjórðungi 2016.

„Það sem er sérstakt er að ég er að kaupa stóran hluta af Actavis í þriðja sinn,“ segir Sigurður aðspurður um sífelld viðskipti hans með fyrirtækið.

Þegar lyfjafyrirtækin Pharmaco og Delta sameinuðust árið 2004 og mynduðu Actavis var Sigurður framkvæmdastjóri Pharmaco. Síðar vann hann hjá Actavis og var m.a. forstjóri þess milli áranna 2008 og 2010.

Eftir að Sigurður hætti hjá Actavis hóf hann störf hjá lyfjafyrirtækinu Watson sem keypti Actavis árið 2012. Á síðasta ári hóf hann störf hjá Teva sem nú hefur keypt Allergan, sem áður var Actavis. 

Risi á lyfjamarkaðnum

„Actavis er gott fyrirtæki og þetta var gott tækifæri til sameiningar á samheitalyfjamarkaðnum,“ segir Sigurður og nefnir að fjölmörg fyrirtæki séu á þeim markaði og t.d. 200 talsins í Bandaríkjunum einum. „Það bauðst tækifæri til þess að byggja upp eitthvað mjög sérstakt,“ segir hann og bendir á að starfsemin verði gríðarlega umfangsmikil. Sameinað fyrirtæki verður starfandi á um 100 mörkuðum og þar af verður það eitt af þremur stærstu fyrirtækjunum á fjörtíu mörkuðum.

Sigurður segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar með starfsemina á Íslandi og bendir á að samrunaferlið hafi einungis tekið tvær vikur og því sé of snemmt að segja. 

Í lok júní var greint frá því að lyfja­fram­leiðsla Allergan yrði flutt frá Íslandi til annarra starfstöðva. Með kaupunum tekur Teva einnig yfir starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi ásamt 29 öðrum verksmiðjum.

Þurfa að skoða verksmiðjunetið

Stefnt er að því að hefja flutning framleiðslunnar í árslok 2016 og að starfsemi verksmiðjunnar verði lögð niður um mitt ár 2017. 

Líkt og áður segir gæti samruninn gengið í gegn í byrjun ársins 2016 og því má spyrja hvort Teva gæti séð sér hag í því að halda verksmiðjunni á Íslandi. „Við breytum engum ákvörðunum sem Allergan er búið að taka,“ segir Sigurður. Inntur eftir því hvort Teva gæti mögulega undið ofan af flutningunum segist hann ekkert geta sagt til um það. „Það er erfitt fyrir okkur að segja. Þetta er dæmi sem við þurfum að kíkja á. Nýja fyrirtækið er með um níutíu verksmiðjur um allan heim og það er mikil vinna framundan að skoða verksmiðjunetið. Við getum því ekkert sagt til um framhaldið eins og staðan er í dag,“ segir hann.

Mikilvægt að hindra leka

Aðspurður um stuttan fyrirvara á kaupunum, sem einungis hafa tekið um tvær vikur, segist Sigurður þekkja rekstur Allergan vel. „Þegar verið er að gera stóra samninga er mikilvægt að því sé ekki lekið í fjölmiðla. Það er mikilvægt að gera svona hratt og örugglega vegna þess að leki af svona stórum samningum getur hreinlega sett þá í uppnám,“ segir hann. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu, mun Teva taka yfir alla alþjóðlega sam­heita­lyfja­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, þar á meðal sölu­ein­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á sam­heita­lyfja­sviði í Banda­ríkj­un­um og alþjóðlega, alla þró­un­ar- og fram­leiðslu­starf­semi sem snýr að sam­heita­lyfj­um, sölu­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á sviði lausa­sölu­lyfja, sem og Med­is, dótt­ur­fé­lag Allerg­an sem sel­ur lyf og lyfja­hug­vit til annarra lyfja­fyr­ir­tækja.

Frétt mbl.is: Teva kaupir Actavis

Teva í Kanada
Teva í Kanada Af vef Teva
Um miðjan júní í ár var síðan til­kynnt um að …
Um miðjan júní í ár var síðan til­kynnt um að Acta­vis plc, móður­fé­lag Acta­vis á Íslandi, hefði form­lega tekið upp nafnið Allerg­an.
Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK