Gengi hlutabréfa Allergan, sem Björgólfur Thor Björgólfsson á hlut í, hækkaði um 4,7% í gær eftir að ísraelska lyfjafyrirtækið Teva keypti samheitalyfjahluta Allergan, sem áður hét Actavis, á 40,5 milljarða dollara, en það svarar til tæplega 5.500 milljarða króna.
Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators, segir Björgólf njóta góðs af hækkuninni. Hún segir gengi hlutabréfanna hafa hækkað töluvert frá því að Björgólfur eignaðist sinn hlut.
„Hann er mjög lítill hluthafi. Hann er ekki ráðandi hluthafi lengur,“ segir Ragnhildur og bætir við að hlutur Björgólfs sé undir einu prósenti.