Krefja Landsbankann svara í tengslum við höfuðstöðvar

Síðdegis í gær sendi Vestmannaeyjabær bréf til stjórnarformanns Landsbankans þar sem kallað er eftir gögnum þeim sem tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum bankans við nýjar höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur.

Í bréfinu, sem fjallað er um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, eru jafnframt bornar upp spurningar í sex töluliðum er varða framkvæmdirnar. Byggist bréfið á ályktun bæjarráðs Vestmannaeyja sem það samþykkti á fundi sínum fyrr í mánuðinum en bæjarfélagið eignaðist hlut í Landsbankanum í mars sem endurgjald fyrir eignarhlut sinn í Sparisjóði Vestmannaeyja.

Bæjarfélagið kallar eftir hluthafafundi í Landsbankanum og ítrekar að það óski eftir því að hann verði haldinn svo fljótt sem unnt sé að koma honum við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK