Lyfjafyrirtæki grunuð um spillingu

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Rannsókn Samkeppniseftirlits Rúmeníu bendir til þess að ellefu fyrirtæki, þar á meðal Actavis, Alvogen og Teva, tengist ólöglegu samráði lækna og lyfjafyrirtækja þar í landi varðandi ávísun á krabbameinslyfjum.

Samkvæmt heimildum rúmenskra fjölmiðla eruf fyrirtækin sem um ræðir Roche í Rúmeníu, dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins Roche, Actavis SRL, Pfizer Romania SRL,  Teva Pharmaceuticals Romania SRL, Novartis Pharma Services, Alvogen Romania SRL, Sandoz Pharma Services SRL, GlaxoSmithKline Romania SRL, Egis International, Romastru Trading og Glenmark Pharmaceuticals SRL. 

Á þriðjudag gerði lögreglan húsleit á nokkrum heimilum og fyrirtækjum í Rúmeníu, þar á meðal Búkarest, Ilfov, Sibiu, Mures, Salaj, Cluj, Bistrita-Nasaud og Timis. 

Heimildir fjölmiðla herma að brotin hafi verið framin á árunum 2012 - 2015. Einhverjir læknanna sem tóku þátt í samráðinu, sitja í lyfjanefndum sjúkrahúsa og þáðu mútur fyrir frá fyrirtækjunum.

Reuters greinir frá því að GlaxoSmithKline, sem var gert að greiða 483 milljónir Bandaríkjadala í sekt vegna spillingarmáls í Kína í fyrra, sé nú til rannsóknar vegna spillingarmáls í Rúmeníu. GSK staðfestir við Reuters að fyrirtækið sé að skoða ásakanir á hendur fyrirtækinu þar í landi.

Samkvæmt Reuters á GSK að hafa greitt rúmenskum læknum hundruð og í einu tilviki þúsundir evra á tímabilinu 2009 og 2012 fyrir að ávísa lyf sem framleidd eru af GKS. Meðal annars krabbameinslyfin Avodart og Duodart og lyfið Requip sem er notað af Parkinsonsjúklingum.

RomaninaInsider

ACTMedia

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK