Hætta að flytja ljónshöfuð og fílabein

Ljónið Cecil.
Ljónið Cecil. AFP

Flugfélögin Delta og American Airlines ætla að hætta að flytja veiðiminjagripi svo sem ljónshöfuð og fílabein í vélum sínum. 

Delta reið á vaðið í gær og tilkynnti að reglunum yrði breytt. Flugfélagið gaf þó ekki upp ástæður fyrir breytingunni en margir hafa tengt hana við umræðu síðustu daga eftir drápið á ljóninu Cecil. Þá hefur undirskriftalisti einnig verið opinn á netinu frá því í maí þar sem fólk hefur beðið flugfélagið um að hætta að flytja þessa gripi. Um 395 þúsund manns hafa þegar skrifað undir.

Eftir tilkynningu Delta birti American Airlines þá samskonar tilkynningu á TWitter. 

Effective immediately, we will no longer transport buffalo, elephant, leopard, lion or rhino trophies.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK