Boðið í kleinuhringjakort á Facebook

Kortið hefur verið notað einu sinni.
Kortið hefur verið notað einu sinni. Mynd af Facebook

Gjafakort sem þolinmóður kleinuhringjaunnandi fékk í morgun er þegar komið í sölu á Facebook. Kortið er ávísun á sex kleinuhringi í hverri viku í eitt ár. Af viðbrögðunum að dæma virðast sumir ólmir vilja eignast kortið en aðrir bjóðast til þess að borga seljandanum fyrir að gefa til góðgerðarmála.

Ríf­lega hundrað manns biðu í röð í nótt og morgun eft­ir að kleinu­hringja­keðjan Dunk­in Donuts opnaði þar sem árs­birgðir af kleinu­hringj­um voru í boði fyrir fimmtíu fremstu.

Eitt kortanna er nú komið í sölu í hópnum „Brask og brall“ á Facebook en það hefur verið notað einu sinni og 51 stimpill eru því eftir. Seljandi bendir á að kortið sé ávísun á 306 kleinuhringi og að andvirði 76.500 krónur. Áhugasamir eiga að bjóða í gjafakortið en seljandinn segir ásættanlegt upphafsboð vera 15 þúsund krónur.

„Skal láta þig fá 20 þúsund ef þú ferð með þetta i mæðrastyrksnefnd og þær taka við þessu,“ segir í einni athugasemd. Sá fær góðar undirtektir þar sem yfir 100 manns hafa „líkað við“ athugasemdina.

Annar bendir á að fólk hafi beðið fyrir utan Dunkin' Donuts í allan morgun og að einhver annar úr röðinni hefði fremur átt gjafakortið skilið.

Þrátt fyrir ýmsar athugasemdir við söluna virðast margir vera áhugasamir og stendur hæsta boð í þrjátíu þúsund krónum þegar þetta er skrifað.

Frétt mbl.is: Bitist um kleinuhringina

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK