Johanna Quandt látin

Johanna Quandt
Johanna Quandt AFP

Johanna Quandt, næst ríkasta kona Þýskalands og ekkja Herberts Quandt, lést á mánudaginn, 89 ára að aldri.

Hún átti um 16,7% eignarhlut í þýska bílaframleiðandanum BMW, en Herbert bjargaði félaginu frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina.

Johanna er jafnframt í áttunda sæti yfir ríkustu Þjóðverjana, en viðskiptatímaritið Forbes metur eignir hennar á um tólf milljarða dala, sem jafngildir um 1.560 milljörðum íslenskra króna.

Hlutur hennar í BMW munu renna til barna hennar og Herberts, Stefans og Susanna. Stefan mun eignast 25,75% hlut í BMW og Susanna 20,95%.

Frétt Forbes

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK