Milljarða tap hjá Allergan

Actavis yfirtók Allergan fyrr á árinu.
Actavis yfirtók Allergan fyrr á árinu.

Allergan PLC, móðurfélag Allergan á Íslandi, sem áður hét Actavis, tapaði 243 milljónum dollara, eða sem jafngildir um 32 milljörðum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið um 48,7 milljónir dollara, sem jafngildir um 6,5 milljörðum króna.

Tapið kemur til vegna kostnaðar við yfirtöku sem fyrirtækið hefur tekið þátt í og annars kostnaður sem aðeins er einu sinni færður til bókar. 

Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið síðan Actavis lauk 66 milljarða dollara yfirtöku á bótoxframleiðandanum Allergan í mars sl. en saman mynda þau í dag eitt af tíu stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Í júní tók Actavis upp Allergan nafnið.

Ef ekki er litið til einskiptiskostnaðar jókst hagnaður á hlut um 29 prósent. Þá tvöfölduðust tekjurnar milli ára og námu um 5,71 milljarði dollara.

Í frétt Nasdaq er vísað til þess að fyrirtækið hafi staðið að fjölda samninga á síðustu mánuðum og m.a. selt samheitalyfjahluta Allergan til ísraelska lyfjafyrirtækisins Teva. Talið er að salan muni hafa jákvæð áhrif á reksturinn; draga úr skuldum og gera fyrirtækinu kleift að einblína á vörumerki sem skila meiri hagnaði.

Þá er einnig nefnt að Allergan sé nálægt því að ljúka yfirtöku á Kythera Biopharmaceuticals, sem er þekkt fyrir að framleiða lyf gegn undirhöku, en kaupverðið er um 1,2 milljarður dollara

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK