Dýrt að eiga við Isavia

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Kristinn Ingvarsson

Isa­via þarf að af­henda Kaffitári öll gögn frá útboðinu um leigu­rými í Flug­stöðinni þar sem úr­sk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála hef­ur hafnað beiðni Isa­via um end­urupp­töku máls­ins. Eig­andi Kaffitárs seg­ir það hafa verið fyr­ir­tæk­inu dýrt að eiga við Isa­via.

Í maí komst úr­sk­urðar­nefnd­in að þeirri niður­stöðu að Isa­via bæri að af­henda Kaffitári lista yfir þátt­tak­end­ur í sam­keppn­inni um leigu­rými í flug­stöðinni sem og lista yfir ein­kunn­ir þeirra. Isa­via krafðist þess að málið yrði tekið upp að nýju eða réttaráhrif­um frestað en í úr­sk­urði sem kveðinn var upp um mánaðar­mót­in hafn­ar nefnd­in sjón­ar­miðum Isa­via.

Úrsk­urður­inn var kveðinn upp hinn 31. júlí sl. en Isa­via hef­ur enn ekki af­hent Aðal­heiði Héðins­dótt­ur, eig­anda Kaffitárs gögn­in. Aðspurður um næstu skref seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via að verið sé að fara yfir mál­in með lög­fræðingi. Frek­ari upp­lýs­ing­ar verða ekki gefn­ar að svo stöddu.

„Þeir hafa verið að neita okk­ur um þessi gögn og núna í heilt ár höf­um við kallað eft­ir þeim þegar þetta ætti bara að vera sjálf­sagður rétt­ur allra sem skipta við op­in­ber fyr­ir­tæki,“ seg­ir Aðal­heiður. „Þetta er búið að kosta okk­ur ær­inn pen­ing í lög­fræðikostnað.“

„Þarna er lítið fyr­ir­tæki eins og við að eiga við ein­hvern risa með mikl­um kostnaði og það finnst manni bara hel­víti hart,“ seg­ir Aðal­heiður.

Eng­inn rök­stuðning­ur

Isa­via ohf. bar því m.a. við fyr­ir kær­u­nefnd­inni að af­hend­ing upp­lýs­ing­anna gæti skert viðskipta­lega hags­muni þátt­tak­end­anna. Nefnd­in sagði hafnaði því og sagði ekk­ert hafa komið fram sem benti til þess.

Ástæðan fyr­ir því að Isa­via þarf að af­henda öll gögn máls­ins er sú að fyr­ir­tæk­in fengu eng­an rök­stuðning fyr­ir ein­kunna­gjöf­inni sem réði því hvort þau fengju versl­un­ar­pláss. „Það er í hæsta máta mjög óeðli­legt að ekki sé veitt­ur neinn rök­stuðning­ur,“ seg­ir Aðal­heiður.

Til þess að geta áttað sig á rök­semd­un­um er fyr­ir­tæk­inu því nauðsyn­legt að sjá sam­an­b­urðinn.

Fái Aðal­heiður gögn­in seg­ir hún næstu skref fel­ast í því að fara í gegn­um blaðabunk­ann. „Mér finnst í al­vör­unni skrítið að við skyld­um hafa lotið í lægra haldi fyr­ir Sega­fredo, sem er út­lensk keðja, því sam­kvæmt útboðslýs­ing­unni átti ekki ein­ung­is leig­an að ráða val­inu,“ seg­ir hún og bend­ir á að vöru­fram­boð, ís­lensk­ar áhersl­ur, starfs­manna­stefna, áætluð sala og um­hverf­is­stefna hafi verið meðal annarra þátta.

Fékk þrjá fyr­ir fjár­fest­ing­ar

Isa­via hef­ur borið því við að listi yfir upp­haf­lega þátt­tak­end­ur sé ekki til en Aðal­heiður hef­ur bent á að sam­kvæmt lög­um um skjala­vörslu beri hinu op­in­bera að tryggja full­nægj­andi skrán­ingu og vist­un upp­lýs­inga. Í úr­sk­urði upp­lýs­inga­mála er bent á að af­hend­ing­ar­skyld­ir aðilar eigi að varðveita máls­gögn þannig að þau séu aðgengi­leg og vernda þau fyr­ir ólög­legri eyðilegg­ingu, breyt­ingu og óleyfi­leg­um aðgangi. Hins veg­ar nær úr­sk­urðar­vald nefnd­ar­inn­ar ekki til þess­ara ákvæða og því þyrfti að reka mál gegn Isa­via vegna þessa fyr­ir al­menn­um dóm­stól­um.

Skaðabóta­gögn ef hún finn­ur mis­ræmi

Aðal­heiður seg­ir fyr­ir­tækið hafa fengið þrjá af tíu í ein­kunn fyr­ir fjár­fest­ing­ar. Þar var m.a. litið til kostnaðar við upp­bygg­ingu kaffi­húss og viðhalds til sjö ára. Hún bend­ir á að Kaffitár hafi verið með sjö kaffi­hús í rekstri á þess­um tíma og að nýj­asta kaffi­húsið hafi verið eins árs. Þá hafi hún verið með tvö kaffi­hús í Leifs­stöð í tíu ár. „Mín­ar töl­ur voru því raun­töl­ur og maður hefði haldið að ég hefði átt að skora mun hærra,“ seg­ir hún og vís­ar aft­ur til þess að eng­inn rök­stuðning­ur hafi verið fyr­ir þess­ari ein­kunn. „Þegar ég fæ gögn­in get ég séð hvað hinir voru að bjóða og hvaða ein­kunn þeir fengu,“ seg­ir hún.

„Ef við sjá­um eitt­hvað mis­ræmi er hug­mynd­in að fara í skaðabóta­mál,“ seg­ir Aðal­heiður. „Manni finnst bara blóðugt að taka þátt í op­in­berri sam­keppni og fá eng­ar upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir hún.

„Ef við hefðum verið að standa okk­ur illa og önn­ur fyr­ir­tæki væru bara miklu flott­ari og betri þyrft­um við bara að skoða rekst­ur­inn og bíta í það súra epli,“ seg­ir Aðal­heiður. „En við vor­um nú þarna þegar flug­stöðin var að fá verðlaun fyr­ir að vera besti flug­völl­ur­inn í Evr­ópu. Við erum nú ekki verri en það,“ seg­ir hún. 

Úrsk­urður frá 31. júlí

Úrsk­urður frá 15. maí

mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK