Marie Louise Wedel Bruun, ritstjóri danska tískublaðsins ELLE, sagðist á Instagram vilja eignast alla framtíðarhönnun íslenska fatahönnuðarins Halldóru Sifjar Guðlaugsdóttur.
Bruun hefur verið ristjóri ELLE í Danmörku og ELLE Decoration frá árinu 2009
Halldóra Sif er 27 ára gömul og útskrifaðist úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands í vor. Hún tók þátt í hönnunarkeppni Designers Nest í Danmörku á dögunum og sýndi þar flíkur úr útskriftarlínunni. Keppnin, sem haldin var í tengslum við tískuviku Kaupmannahafnar, þykir ein sú stærsta í Skandinavíu.
Danski hönnuðurinn Sara Lundberg fór með sigur að hólmi en Mary krónprinsessa veitti verðlaunin.
<blockquote class="instagram-media" data-instgrm-captioned="" data-instgrm-version="4"> <div> <div> <div></div> </div><a href="https://instagram.com/p/6FbFvWF5ub/" target="_top">Halldora Sif Gudlaugsdottir vandt ganske vist ikke talentkonkurrencen Designers' Nest, men jeg vil have alt, hvad hun laver fra nu af! 👏 #HalldoraSifGudlaugsdottir #Island #DesignersNest #cphfw #ELLEdanmark</a>
A photo posted by Marie Louise Wedel Bruun (@malouwedelbruun) on Aug 7, 2015 at 7:00am PDT
</div> </blockquote><div id="embedded-remove"> </div>