HB Grandi tekur dýfu í Kauphöllinni

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Þórður

Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf HB Granda í Kauphöllinni í dag og hefur gengi bréfanna lækkað hratt á stuttum tíma. Alls nam dagslækkunin 1,64 prósentum klukkan rúmlega tvö í dag en heildarvelta með bréfin nemur um 470 milljónum króna. 

Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar í dag kom fram að tekjur félagsins gætu lækkað um 1,5 til 2,2 milljarða íslenskra króna á ársgrunvelli vegna innflutningsbanns Rússa á íslenskar matvörur. Þá sagði að mik­il­vægi Rúss­lands­markaðar í rekstri HB Granda hafi auk­ist veru­lega á und­an­förn­um árum.

Á síðasta mánuði hafa bréf HB Granda lækkað mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 6,24 prósent.

Gengið stendur í 39,1 krónum á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK