Isavia höfðar ógildingarmál

Sigurgeir Sigurðsson

Isavia ætlar ekki að afhendi Kaffitári gögn úr forvalsferlinu um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda gögnin en fyrirtækið hyggst höfða ógildingarmál fyrir héraðsdómi. 

„Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar,“ segir í tilkynningu frá Isavia.

Mbl fjallaði um mál Kaffitárs í vikunni þar sem Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, sagði það hafa verið fyrirtækinu mjög dýrt að eiga við Isavia en hún hefur verið að kalla eftir fyrrnefndum gögnum í eitt ár. 

Ástæðan fyr­ir því að Isa­via var talið skylt að af­henda gögn máls­ins var sú að fyr­ir­tæk­in fengu eng­an rök­stuðning fyr­ir ein­kunna­gjöf­inni sem réði því hvort þau fengju versl­un­ar­pláss. Til þess að geta áttað sig á rök­semd­un­um hafi fyr­ir­tæk­inu því verið nauðsyn­legt að sjá sam­an­b­urðinn.

„Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu Isavia.

Isavia segist hafa ráðfært sig við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða og mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.

Sumt undanþegið hjá Gleraugnamiðstöðinni

Isavia segir ósamræmis gæta hjá úrskurðanefndinni í málum Isavia og Gleraugnamiðstöðvarinnar.

Isavia hefur verið gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins.

Í tilkynningu segir að Gleraugnamiðstöðinni verði afhent gögnin á næstu dögum.

Í máli Kaffitárs hafi Isavia hins vegar verið gert að afhenda gögn sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. 

Því segist Isavia ekki getað unað.

„Isavia telur í ljósi þess mikla ósamræmis sem gætir í úrskurðum Úrskurðarnefndar um upplýsingamál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga,“ segir í tilkynningu.

Frétt mbl.is: Dýrt að eiga við Isavia

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka