Isavia höfðar ógildingarmál

Sigurgeir Sigurðsson

Isa­via ætl­ar ekki að af­hendi Kaffitári gögn úr for­vals­ferl­inu um aðstöðu í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Úrsk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Isa­via beri að af­henda gögn­in en fyr­ir­tækið hyggst höfða ógild­ing­ar­mál fyr­ir héraðsdómi. 

„Ástæðan er að úr­sk­urður­inn kveður á um að gögn með viðkvæm­um fjár­hags­leg­um upp­lýs­ing­um skuli lát­in af hendi til Kaffitárs og því í ósam­ræmi við úr­sk­urð nefnd­ar­inn­ar í máli Gler­augnamiðstöðvar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Isa­via.

Mbl fjallaði um mál Kaffitárs í vik­unni þar sem Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, eig­andi Kaffitárs, sagði það hafa verið fyr­ir­tæk­inu mjög dýrt að eiga við Isa­via en hún hef­ur verið að kalla eft­ir fyrr­nefnd­um gögn­um í eitt ár. 

Ástæðan fyr­ir því að Isa­via var talið skylt að af­henda gögn máls­ins var sú að fyr­ir­tæk­in fengu eng­an rök­stuðning fyr­ir ein­kunna­gjöf­inni sem réði því hvort þau fengju versl­un­ar­pláss. Til þess að geta áttað sig á rök­semd­un­um hafi fyr­ir­tæk­inu því verið nauðsyn­legt að sjá sam­an­b­urðinn.

„Hvað Isa­via varðar er mik­il­vægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í for­val­inu, enda eru um­rædd gögn fyrst og fremst rekstr­ar­gögn þeirra aðila. Að öðru leyti hef­ur fé­lagið ekki hags­muni af því hvort gögn­in eru af­hent,“ seg­ir í til­kynn­ingu Isa­via.

Isa­via seg­ist hafa ráðfært sig við þau fyr­ir­tæki sem um­rædd gögn varða og mun óska eft­ir flýtimeðferð máls­ins fyr­ir dóm­stól­um.

Sumt und­anþegið hjá Gler­augnamiðstöðinni

Isa­via seg­ir ósam­ræm­is gæta hjá úr­sk­urðanefnd­inni í mál­um Isa­via og Gler­augnamiðstöðvar­inn­ar.

Isa­via hef­ur verið gert að af­henda ein­kunn­ir og til­boðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að und­an­skild­um þeim hluta gagn­anna sem, að mati nefnd­ar­inn­ar, inni­halda upp­lýs­ing­ar um viðkvæm fjár­hags­leg mál­efni fé­lags­ins.

Í til­kynn­ingu seg­ir að Gler­augnamiðstöðinni verði af­hent gögn­in á næstu dög­um.

Í máli Kaffitárs hafi Isa­via hins veg­ar verið gert að af­henda gögn sem inni­halda sams­kon­ar upp­lýs­ing­ar og nefnd­in ákveður að séu und­anþegn­ar í máli Gler­augnamiðstöðvar­inn­ar. 

Því seg­ist Isa­via ekki getað unað.

„Isa­via tel­ur í ljósi þess mikla ósam­ræm­is sem gæt­ir í úr­sk­urðum Úrsk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál að nauðsyn­legt sé að fá úr því skorið hvaða gögn telj­ist viðkvæm fjár­hags- og viðskipta­gögn í skiln­ingi upp­lýs­ingalaga,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Frétt mbl.is: Dýrt að eiga við Isa­via

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, for­stjóri Kaffitárs. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK