Kaffitár krefst aðfarar hjá Isavia

Isavia er opinbert hlutfélag sem hefur yfirumsjón með Flugstöð Leifs …
Isavia er opinbert hlutfélag sem hefur yfirumsjón með Flugstöð Leifs Eiríkssonar og rekur fríhöfnina. Sigurgeir Sigurðsson

Kaffitár leitaði í dag til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og krafðist þess að gögn frá samkeppni um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði sótt með aðför. Á föstudag sagðist Isavia ekki ætla afhenda gögnin en í staðinn höfða ógild­ing­ar­mál fyr­ir héraðsdómi vegna niðurstöðu úrskurðanefndar upplýsingamála.

Nefndin hefur tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögnin en Isavia segir þau hins vegar innihalda viðkvæmar fjár­hags­legar upplýsingar um samkeppnisaðila og því sé ekki hægt að láta þau af hendi.

Ástæðan fyr­ir því að Isa­via var talið skylt að af­henda gögn máls­ins var sú að fyr­ir­tæk­in fengu eng­an rök­stuðning fyr­ir ein­kunna­gjöf­inni sem réði því hvort þau fengju versl­un­ar­pláss. Til þess að geta áttað sig á rök­semd­un­um hafi fyr­ir­tæk­inu því verið nauðsyn­legt að sjá sam­an­b­urðinn.

Einkennileg hegðun hjá ríkisfyrirtæki

Í tilkynningu á heimasíðu Kaffitárs segir að neitun Isavia á því að afhenda gögnin sé ólögmæt og fyrirhuguð málshöfðun sé án lagaheimildar. „Kaffitári er því nauðugur sá kostur að óska aðstoðar sýslumanns við að fá gögnin afhent,“ segir þar, en beiðnin er unnin í samræmi við 3. mgr. 23. greinar upplýsingalaga sem segir að úrskurður samkvæmt lögunum, um aðgang að gögnum eða afrit af þeim, sé aðfararhæfur.

Í samtali við mbl játar Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, að neitun Isavia um að afhenda gögnin hafi komið henni nokkuð á óvart. „Þetta er ekki einkafyrirtæki og manni finnst einkennilegt að fyrirtæki í ríkiseigu skuli hafa sér svona,“ segir hún.

Isavia er opinbert hlutfélag og er þar af leiðindi í eigu íslenska ríkisins. Fyrirtækið annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð í íslenska flugstjórnunarsvæðinu.

Isavia hefur yfirumsjón með Flugstöð Leifs Eiríkssonar og rekur fríhöfnina.

Frétt mbl.is: Isavia höfðar ógildingarmál

Frétt mbl.is: Dýrt að eiga við Isa­via

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka