Landsbankinn segir í svarbréfi sínu til Vesmannaeyjabæjar að bankinn telji ekki að svo komnu máli að ástæða sé eða tímabært að fjalla um fyrirhugaða nýbyggingu bankans á sérstökum hluthafafundi. Þetta kemur fram í bréfi bankastjóra og formanns bankaráðs sem mbl.is hefur undir höndum.
Vestmannaeyjabær hafði farið þess á leit að haldinn yrði hluthafafundur í tilefni nýbyggingar bankans, en bærinn á hlut í bankanum.
Í bréfinu segir að fram hafi komið að núverandi húsnæðiskostur Landsbankans henti bankanum ekki, og að mikil hagræðing muni nást fram með byggingunni. Þá hafi áform bankans legið fyrir á síðustu tveimur aðalfundum bankans. Eftir íterlega athugun bankans hafi niðurstaðan orðið að sú lóð sem bakninn hyggst byggja á væri hagkvæmasti kosturinn.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Bankasýsla ríkisins ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni boða til hluthafafundar, en hún fer með hlut ríkisins.