Hörpuhótel opnar 2019 en ekki 2018

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, við líkan af Austurhöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram­kvæmd­ir við Hörpu­hót­elið eiga að hefjast á næsta ári, en ekki í haust, líkt og upphaflega stóð til. Þá er gert ráð fyrir að hótelið verði opnað árið 2019, en ekki 2018, líkt og áður hafði komið fram.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandaríska fasteignafélaginu Carpenter & Company, sem hefur boðað til blaðamannafundar í Hörpu klukkan þrjú í dag.

Þar verður tilkynnt hvaða alþjóðlega hótelkeðja mun reka hótelið við Hörpu.

Á blaðamannafundi í mars kom fram að samningar hefðu náðst við banda­ríska fast­eigna­fé­lagið Carpenter & Comp­any um bygg­inga­rétt­inn. Carpenter mun reisa 250 her­bergja fimm stjörnu hót­el á lóðinni en þar  verða einnig veislu- og fundarsalir, fjöldi veitingastaða og heilsulind.

Á blaðamannafundinum í mars kom fram að framkvæmdir myndu hefjast í haust og að stefnt væri að opnun hótelsins 2018.

Carpenter samdi við ís­lensku verk­fræðistof­una Mann­vit og T.ark-arki­tekta um hönn­un og stjórn­un fram­kvæmda. 

Frétt mbl.is: Bygging Hörpuhótels hefst í haust

Teikning af Austurhöfn og hótelinu við hlið Hörpu.
Teikning af Austurhöfn og hótelinu við hlið Hörpu. Mynd/T.ark
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK