Gjaldþrotaskiptum Baðhússins lokið

Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir

Gjaldþrotaskiptum á Baðhúsinu er lokið og samtals námu lýstar kröfur 181,6 milljónum króna. Um 2,1 milljón króna fékkst greidd upp í kröfurnar og ekkert fékkst því greitt upp í kröfur er námu um 179,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Baðhúsið var úr­sk­urðað gjaldþrota í janú­ar á þessu ári, en eig­andi þess var Linda Pét­urs­dótt­ir. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 1994 þegar Linda var 24 ára göm­ul. Fyrst um sinn var Baðhúsið í Ármúla, síðar Braut­ar­holti og í um eitt ár í Smáralind.

Þegar Baðhús­inu var lokað í des­em­ber á síðasta ári sagði Linda að rekstr­ar­grund­vell­in­um hefði verið kippt und­an fyr­ir­tæk­inu þegar lof­orð um af­hend­ing­ar­tíma voru svik­in auk þess sem hús­næðið hefði verið hálf­klárað við af­hend­ingu og iðnaðar­menn hefðu því sí­fellt verið and­andi ofan í háls­málið á viðskipta­vin­um.

Forstjóri Regins, eiganda húsnæðisins, sagði hins vegar að leigusamningi Baðhússins hefði verið rift vegna vanefnda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK