Höfða mál gegn framhjáhaldssíðunni

AFP

Eigendur framhjáhaldssíðunnar eiga líklega von á flóðbylgju af málsóknum en sú fyrsta hefur litið dagsins ljós. Tvær kanadískar lögfræðistofur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá 75 milljarða hópmálsókn og eru mögulegir þátttakendur beðnir um að hafa samband.

Eigendur síðunnar eru fyrirtækin Avid Dating Life and Avid Media.

Líkt og fram hefur komið brutust tölvuþrjótar inn í kerfi Ashley Madison og stálu upplýsingum um milljónir notenda. Upplýsingarnar áttu vitanlega að fara leynt þar starfsemi síðunnar snýst um trúnað. Fólk skráir sig til þess að geta haldið framhjá maka sínum.

Í yfirlýsingu frá lögfræðistofunum segir að fjöldi fyrrum notenda síðunnar hafi sett sig í samband við stofurnar og leitað upplýsinga um lagalegan rétt sinn, m.a. hvað einkalífsvernd varðar. Þá er bent á að í mörgum tilvikum hafi notendur greitt aukalega fyrir að láta fjarlægja allar upplýsingar um sig. Það var hins vegar ekki gert.

Einn þátttakandi í hópmálsókninni er nefndur í yfirlýsingunni. Hann heitir Eliot Shore, og er fatlaður ekkill frá Ottawa í Kanada. Hann skráði sig á síðuna í skamman tíma eftir að konan hans lést en hitti hins vegar aldrei neinn.

Ashley Madison síðan var starfrækti í rúmlega fimmtíu löndum og notendur voru um 37 milljónir talsins.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK