Lækkanir í Kauphöllinni

Yfirlitið frá Kauphöllinni er rautt í dag þar sem gengi nánast allra skráðra félaga hefur lækkað í morgun. Það er í takt við þróunina annars staðar þar sem evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu við opnun markaða í morgun eftir miklar lækkanir á markaði í Asíu í nótt.

Innan einnar klukkustundar hafði íslenska úr­vals­vísi­tal­an OMXI8 lækkað um 1,73 prósent. Til samanburðar hefur norræna vísitalan fallið um 3,13 prósent þegar þetta er skrifað og sú danska um 3,9 prósent. Þá hafði sænska útvalsvísitalan fallið um 2,48 prósent og FTSE vísitalan í London um 2,71 prósent.

Hlutabréf Össurar hafa fallið mest í morgun, eða um 4,26 prósent og þar á eftir er Marel með 2,97 prósent lækkun. 

Hlutabréf Haga og TM eru þau einu sem hafa ekki fallið í verði en síðarnefnda félagið birtir uppgjör sitt síðar í dag.

Þrátt fyrir lækkanirnar í dag hefur íslenska sumarið á hlutabréfamarkaði verið með besta móti en á und­an­förnum þremur mánuðum hefur ís­lenska úr­vals­vísi­tal­an hækkað um ell­efu pró­sent.

Aðeins hef­ur verið hækk­un á fjór­um öðrum mörkuðum, en þær hækk­an­ir hafa verið á bil­inu tvö til fjög­ur pró­sent

Rauður skjár í Bangkok í dag.
Rauður skjár í Bangkok í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK