Vísar á bug gagnrýni Eyjólfs í Epal

Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar.
Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar.

Hönnunarvörur og handverk um 400 íslenskra handverksmanna og -kvenna eru seldar í verslun Rammagerðarinnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sala þar hefur aukist um 20-25% síðasta árið og þufti að fjölga starfsfólki í versluninni í sumar umfram fyrri áætlanir. Þetta segir Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar.

Um helgina gagnrýndi Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, forsvarsmenn Isavia fyrir val á verslunarrýmum í flugstöðinni síðasta vetur og sagði að forsvarsmenn fyrirtækisins væru væntanlega að uppgötva að þeir hefðu gert mistök í valinu. Var Epal ein þeirra búða sem hafði verið fyrir í flugstöðinni, en var ekki valin í útboðinu. Lýsti hann áhyggjum sínum af skorti á íslenskri hönnun og handverki í flugstöðinni. Eyjólfur sagði einnig að breytinga væri að vænta á ákvörðun Isavia, en Isavia hefur slegið á slíkar hugmyndir.

Í tilkynningu frá Rammagerðinni er því vísað á bug að þessi skortur sé til staðar og bent á að Rammagerðin hafi ríflega 220 fermetra verslunar- og sýningarsvæði sem reynt sé að nýta til að gera íslenskri hönnun hátt undir höfði.

Rammagerðin er í samstarfi við meira en fjögur hundruð handverksmenn og –konur, um allt land, sem í gegnum okkur fá aðgang að þessum stóra markaði sem flugstöðin er. Þessi tala, 400, hljómar kannski ótrúlega í eyrum sumra en við erum búin að vera að vinna með íslensku handverksfólki í áratugi og reksturinn hefur að stóru leyti byggst upp í kringum endursölu á framleiðslu þessara mörgu smáu aðila um land allt,“ er haft eftir Lovísu í tilkynningunni.

Rammagerðin hefur verið með aðstöðu í flugstöðinni síðan 1970, en rekstur fyrirtækisins og sala á íslenskum hönnunarvörum til ferðamanna nær alla leið aftur til 1940.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka