Hraðtilboðs-auglýsing Icelandair hækkaði blóðþrýstinginn

Dóra Sif hvetur Íslendinga til að styðja frekar við innlenda …
Dóra Sif hvetur Íslendinga til að styðja frekar við innlenda verslun og njóta útlandaferða með öðrum hætti en við innkaup. AFP

Dóra Sif Inga­dótt­ir, stór­kaupmaður í barnafata­versl­un­inni Bíumb­í­um hnýt­ir á Face­book síðu sinni í aug­lýs­ingu Icelanda­ir um Hraðtil­boð nokk­urra „rómaðra versl­un­ar­borga“

Seg­ist Dóra hafa fengið auk­inn blóðþrýst­ing og roða í kinn­ar við að lesa aug­lýs­ing­una sem hvet­ur les­end­ur til að gera „jólainn­kaup­in í rómaðri versl­un­ar­borg“. Dóra seg­ir út­lönd helstu keppi­nauta fata­versl­ana á Íslandi og að henni þyki skjóta skökku við að hvetja sér­stak­lega til jóla­gjafa­kaupa er­lend­is.

„Velj­um ís­lenskt, styðjum ís­lenskt viðskipta­líf..... þið þekkið þetta og ég líka. Þess vegna hef­ur aldrei hvarflað að mér að fljúga til og frá land­inu með öðrum flug­fé­lög­um en þeim ís­lensku- það er eitt af mín­um aumu fram­lög­um til þjóðarbús­ins. Ef all­ir kaupa jóla­gjaf­irn­ar í rómaðri versl­un­ar­borg úti í lönd­um þá sit ég ein og vond með mig í minni litlu fjöl­skyldu­reknu versl­un sem skaff­ar mér og mömmu minni at­vinnu. Ef all­ir kaupa jóla­gjaf­irn­ar í rómaðri versl­un­ar­borg úti í lönd­um koma tak­markaðar tekj­ur í formi virðis­auka­skatts í spari­kassa rík­is­ins.“

Dóra bend­ir á niður­skurð í heil­brigðis­kerf­inu og viðskiptaþving­an­ir og seg­ir þjóðina, jafnt sem ein­stak­ling­ana sem verslað er við, þurfa á því að halda að pen­ing­ar hald­ist í landi. Þá seg­ir hún vand­láta og hag­sýna einnig þurfa á gjöf­um úr inn­lend­um versl­un­um að halda enda sé ekki hag­kvæmt að gefa hluti sem ekki er hægt að skipta geti viðtak­and­inn ekki nýtt hana.

Hugsið ykk­ur tvisvar um áður en þið bókið ferð með jóla­gjafainn­kaup­in í for­gangi því út­lönd hafa upp á svo ma­aaaargt annað og rómaðra að bjóða en versl­an­ir. Þær eru í gróf­um drátt­um eins alls staðar,“ skrif­ar Dóra. „Splæsið í rómaða upp­lif­un á fram­andi stað með upp­á­halds fólk­inu ykk­ar og ólíkri menn­ingu og fjár­festið í minn­ing­um. Þó svo að inn­flutn­ing­stoll­ar og flutn­ings­kostnaður bitni ör­lítið á neyt­end­um og var­an sé kannski oggu­lítið ódýr­ari í öðrum lönd­um - þá eru góðar út­landa­minn­ing­ar ekki metn­ar til fjár.“

Jólaveinninn og jólaálfur kíktu í Selfridges í Lundúnum þann 3. …
Jóla­veinn­inn og jóla­álf­ur kíktu í Selfridges í Lund­ún­um þann 3. ág­úst í til­efni af opn­un jóla­deild­ar versl­un­ar­inn­ar. Þá voru 142 dag­ar í jól og var Selfridges fyrsta versl­un­in í borg­inni til að hefja jó­laund­ir­bún­ing­inn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK