Bandarísk hlutabréf hækka um 2%

AFP

Bandarískar hlutabréfavísitölur hækkuðu um meira en 2% þegar markaðir opnuðu vestanhafs eftir hádegi í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 2,10%, S&P 500 um 2,07% og Nasdaq um 2,15%.

Í Evrópu lækkuðu hlutabréf hins vegar í verði. FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum fór niður um 1,4% og í París og Frankfurt lækkuðu hlutabréf um 1,3% og 1,2%.

Sérfræðingar búast við því að áfram verði óróleiki á hlutabréfamörkuðum, að minnsta kosti þar til peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í næsta mánuði og tekur ákvörðun um hvort hún hækki stýrivexti bankans.

Michael Hewson, markaðsgreinandi hjá CMC Markets, telur að markaðir verði áfram óstöðugir þar til í september.

„Þetta eru tegundir af sveiflum sem við sáum seinast árið 2008,“ segir hann.

Hann býst ekki við því að stýrivextir verði hækkaðir í Bandaríkjunum í næsta mánuði, meðal annars vegna þess að hlutverk seðlabankans sé að viðhalda fjármálastöðugleika.

„Ég held að þeir yrðu algjörlega klikkaðir að hækka vextina núna,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK