„Gleymið hlutabréfaverðinu“

AFP

Hlutabréf í kínverska netrisanum Alibaba hríðféllu um 3,5% í verði á mánudaginn, þegar hrun varð á hlutabréfamarkaðinum í Kína. Bréfin enduðu daginn í 65,8 dölum á hlut en útboðsgengi bréfanna, þegar félagið var skráð á markað í New York í september í fyrra, var 68 dollarar á hlut.

Var þetta í fyrsta sinn sem markaðsgengið fór undir útboðsgengið.

En Daniel Zhang, sem tók við forstjórastarfi Alibaba fyrir þremur mánuðum, hvatti starfsmenn félagsins til að gleyma hlutabréfaverðinu og einbeita sér þess í stað að sinna þörfum viðskiptavinanna.

„Gleymið hlutabréfaverðinu,“ skrifaði Zhang í bréfi sem hann sendi til allra 35 þúsund starfsmanna Alibaba. „Við ættum ekki að láta skammtímahindranir trufla okkur, heldur horfa til framtíðar.“

Hann minnti starfsmennina á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir féllu.

„Þetta er heldur ekki í seinasta sinn. Ég vona að allir geti beint athyglinni frá hlutabréfamarkaðinum og til viðskiptavina,“ sagði hann.

Hlutabréfaverð í Alibaba náði hámarki í 119,15 dollurum í nóvembermánuði. Síðan þá hafa bréfin farið lækkandi í verði en hluti ástæðunnar er sá að kínverski hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á mikilli niðurleið undanfarna tvo mánuði.

Hlutabréfin hækkuðu þó lítillega í verði í gær, þriðjudag, og fóru upp í 70,25 dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK