Hækkun í kjölfar vaxtalækkunar

AFP

Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hafa hækkað í morgun, til að mynda hefur Nikkei hlutabréfavísitalan hækkað um rúm 3% í Tókýó og í Sjanghaí nemur hækkunin 3,1% eftir 16% lækkun fyrr í vikunni.

Hækkunina má rekja til ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að lækka stýrivexti í þeirri von að bæta stöðuna á fjármálamörkuðum.

Kínversk stjórnvöld lækkuðu stýrivexti úr 4,85% í 4,6% og einnig var bindiskylda bankanna lækkuð, sem merkir aukið fjármagn í hagkerfinu.

Þannig vilja ráðamenn í Peking reyna að sporna við því að hagvöxtur dvíni enn meira. Þetta í annað sinn á tveim mánuðum sem Kínverjar lækka bindiskyldu bankanna og gengið. Fyrr í sumar brugðust stjórnvöld við 30% lækkun á verðbréfum með því að styðja við hlutabréfakaup með sem svarar hundruðum milljarða dollara af ríkisfé.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í dag en er enn nálægt því lægsta síðustu sex árin. Í New York hefur verð á West Texas Intermediate hráolíu til afhendingar í október hækkað um 28 sent og er 39,59 Bandaríkjadalir tunnan. Í Lundúnum hefur tunnan á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 29 sent og er 43,50 Bandaríkjadalir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK