Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 3,84% í kauphöllinni í Tókýó í dag í kjölfar lækkunar á kínverskum hlutabréfamarkaði.
Gengi Bandaríkjadals hefur einnig lækkað á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í dag og hið sama á við um heimsmarkaðsverð á olíu.
Þegar kauphallir í Evrópu opnuðu í morgun lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur álfunnar, í London nam lækkunin 0,96%, DAX lækkaði í Frankfurt um 1,81% og CAC lækkaði um 1,43% í París.