Tveir íslenskir karlmenn stálu tveimur Tolla-úlpum úr verslun Cintamani í Bankastræti í gær. Að sögn verslunarstjóra gengu þeir í átt að búðarkassanum með úlpurnar en tóku síðan á rás. Sjónarvottur hljóp á eftir þeim en missti sjónar á þjófunum við Arnarhól.
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar en niðurstaða þess liggur ekki fyrir.
Úlpur sem þessar eru afar verðmætar en stykkið kostar 98.990 krónur og er fengurinn því tæplega tvö hundruð þúsund króna virði.
Listamaðurinn Tolli hannaði úlpurnar fyrir Cintamani en þær fóru fyrst í sölu árið 2013.
Frétt mbl.is: 100.000 króna úlpa eftir Tolla.