14 milljarðar í höfn hjá Silicor

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi og Terry Jester, forstjóri Silicor, á blaðamannafundi í dag. Ljósmynd/Anton Brink

Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundartanga er í höfn. Íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa skráð sig fyrir sex milljörðum króna en erlendir hluthafar leggja til rest. 

Silicor Materials efndi til blaðamannafundar á Hótel Glym í Hvalfjarðarsveit klukkan 14 í dag þar sem fjármögnunin var kynnt.

Félagið Sunnuvellir ehf. heldur utan um íslensku fjárfestinguna, en félagið er í eigu Festu lífeyrissjóðs, Íslandsbanka, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, Sameinaða lífeyrissjóðsins og Sjóvár.

Áætluð fjárfesting Silicor á Íslandi vegna verksmiðjunnar eru um 900 milljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna, og verður því ein stærsta fjárfesting sem ráðist hefur verið í hér á landi. Starfsemin flokkast undir hátækniiðnað og munu þar starfa um 450 manns.

Orkuþörf verksmiðjunnar er um 85 MW og áætlað er að árlegt útflutningsverðmæti afurða verði á bilinu 50 til 60 milljarðar króna. 

Ljúka fjármögnun um mitt ár 2016

Fyrrnefnd hlutafjáröflun er einungis fyrri hluti fjármögnunar en áætlað er að seinni hluta ljúki um mitt ári 2016. Gert er ráð fyrir að lánsfjármögnun undir forystu Þróunarbanka KfW standi að baki um sextíu prósent af heildarkostnaði, en fyrirtækið gerir jafnframt ráð fyrir að ráðast í seinni umferð hlutafjársöfnunar samhliða frágangi lánasamninga. 

Undirbúningur hefur staðið yfir í tvö ár en Silicor undirritaði nýverið samning við danska verktakafyrirtækið MT Hojgaard um byggingu verksmiðjunnar. Þá var gengið frá samningum við þýska iðnaðarfyrirtækið SMS Siemag í mars sl. um kaup á vélbúnaði fyrir verksmiðjuna.

Ný aðferð

Sól­arkís­il­verk­smiðjan bygg­ist á fram­leiðsluaðferð sem Silicor Mater­ials fann upp og hef­ur einka­leyfi á. Fram­leiðslan felst í raun í því að hreinsa 99,5% kís­il með því að minnka magn bórs, fos­fórs og ým­issa málma í kís­iln­um. Þannig fæst 99,9999% hreinn kís­ill sem nota má í sól­ar­hlöð.

Bráðið ál er síðan notað sem eins kon­ar hreinsi­lög­ur á kís­il­inn til að fjar­læga óhreind­in. Þau bind­ast nefni­lega frek­ar áli en kísli. Þessi blanda áls og kís­ils lækk­ar bræðslu­mark málmblend­is­ins sem þýðir að minni orku þarf til sjálfr­ar bræðslunn­ar.

Nýj­ung­in sem fyr­ir­tækið hef­ur einka­leyfi á er sú að kís­il­málm­ur er leyst­ur upp í bræddu áli. Hægt er að segja að álið virki eins og svamp­ur og að eft­ir standi kís­ill sem nýt­ist fyr­ir sól­ar­hlöð.

Þetta er ólíkt því sem hef­ur tíðkast.

Einnig verða til auka­af­urðir í fram­leiðslu Silicor Mater­ials. Þær eru tvær og báðar seld­ar á alþjóðamörkuðum. Ann­ars veg­ar er um að ræða kís­il­blandað ál sem er meðal ann­ars selt til bif­reiða- og flug­vélaiðnaðar og hins veg­ar álklóríð sem selt er til hreins­un­ar hjá vatns­veit­um í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

Gagnrýnin

Áformin hafa hlotið gagnrýni úr nokkrum áttum og sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW, t.d. að verið væri að kasta einni helstu nátt­úruperlu Íslands, Hval­f­irðinum, fyr­ir borð fyr­ir eitt stykki stóriðju. „Það væri senni­lega með verri díl­um Íslands­sög­unn­ar,“ skrifaði Skúli í pistil á Kjarnanum. Þá sagðist hann vona að innlendir fjárfestar myndu skoða þessi mál gaumgæfulega áður en lengra væri haldið „ekki síst þar sem erlendir greinendur eru flestir sammála um að verðið á sólarkísil muni halda áfram að lækka eða haldast lágt næstu árin sökum gríðarlegrar framboðsaukningar og mun ódýrari framleiðsluaðferðum.“

Meðal annarra gagnrýnenda á áætlanir fyrirtækisins er t.d. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem hefur margsinnis bloggað um framkvæmdina.

Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Terry Jester, forstjóri bandaríska iðnfyrirtækisins Silicor Material.
Terry Jester, forstjóri bandaríska iðnfyrirtækisins Silicor Material. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK