„Boltinn er hjá Netflix“

Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu.
Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Við höf­um sagt að við verðum nán­ast með út­breiðslu um all­an heim í lok árs­ins 2016 en við höf­um ekki gefið neitt upp varðandi Ísland,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Net­flix aðspurður hvenær von sé á opn­un efn­isveit­unn­ar hér á landi.

Þrátt fyr­ir að Net­flix vilji greini­lega ekki gefa upp ná­kvæm­ar dag­setn­ing­ar hafa for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins verið að gera samn­inga við rétt­hafa mynd­efn­is á Íslandi. Áður hef­ur verið greint frá samn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins við Sam­film en Björn Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Senu, staðfest­ir í sam­tali við mbl að Sena hafi einnig gengið til samn­inga við Net­flix. Hann seg­ir efn­is­valið sem Net­flix hef­ur tryggt sér vera nokkuð breitt. 

Ágæt­ur samn­ing­ur

Aðspurður um stærð samn­ings­ins seg­ir Björn hann vera ágæt­an, en ekk­ert óvenju­lega stór­an.

Björn seg­ir að bolt­inn sé núna hjá Net­flix. „Nú vit­um við ekki meira í bili,“ seg­ir hann. „Við vit­um ekki hvenær þeir ætla að ríða á vaðið.“

„Þeir virðast bara vera að und­ir­búa þetta og ganga frá samn­ing­um,“ seg­ir Björn.

Net­flix opnaði fyr­ir nokkru sér­staka und­ir­síðu tengda Íslandi þar sem lítið kem­ur þó fram. Þar geta áhuga­sam­ir beðið um að fá til­kynn­ingu í tölvu­pósti þegar Net­flix verður opnað.

Í síðustu viku sendi Net­flix frá sér til­kynn­ingu þar sem greint var frá áform­um um mikla út­breiðslu í Asíu á fyrri hluta næsta árs og í júní var greint frá opn­un á Ítal­íu, Spáni og Portúgal í októ­ber nk. Virðist því sem Net­flix til­kynni um opn­un með a.m.k. nokk­urra mánaða fyr­ir­vara.

Kjósa frek­ar króka­leiðir til Banda­ríkj­anna

Þrátt fyr­ir að Net­flix hafi ekki beint verið í boði fyr­ir ís­lenska neyt­end­um benda kann­an­ir til þess að um 20 þúsund ís­lensk heim­ili séu með áskrift að banda­rísku þjón­ust­unni í gegn­um króka­leiðir. Óvíst er hvort þess­ir viðskipta­vin­ir ákveði frek­ar að nýta sér ís­lensku út­gáf­una.

Bent hef­ur verið á að mik­ill mun­ur sé á milli úr­vals­ins sem þar er í boði og yrði á ís­lensk­um veit­um. Þegar Net­flix hóf t.d. að bjóða þjón­ust­una á Norður­lönd­un­um voru marg­ir sem töldu úr­valið síðra en það sem var í boði í Banda­ríkj­un­um og fetuðu því áfram króka­leiðir að banda­rísku út­gáf­unni. Sem dæmu um þetta hafa víða verið birt­ar leiðbein­ing­ar á net­inu þar sem til dæm­is Norðmönn­um eða Bret­um er beint fram­hjá þeirra eig­in út­gáfu - í þá banda­rísku.

Sam­kvæmt nýj­ustu þróun er þá einnig ljóst að Net­flix mun ekki taka ís­lenska markaðinn í ein­um bita þar sem SkjárEinn hef­ur t.d. til­kynnt að allt púður verði lagt í gagn­virka efn­isveituþjón­ustu frá og með næstu mánaðamót­um. Fyrr á ár­inu byrjaði Voda­fo­ne þá einnig að bjóða upp á Play og Cirk­uz þjón­ustu og á síðasta ári keyptu 365 miðlar fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal og hóf sölu á fjar­skiptaþjón­ustu sam­hliða afþrey­ing­unni.

Frétt mbl.is: Bar­átta efn­isveit­anna framund­an

Frétt mbl.is: Net­flix í viðræðum við Senu

Úrvalið yrði sérstakt á Íslandi.
Úrvalið yrði sér­stakt á Íslandi. Skjá­skot af Net­flix
Netflix tilkynnir vanalega opnun með nokkurra mánaða fyrirvara.
Net­flix til­kynn­ir vana­lega opn­un með nokk­urra mánaða fyr­ir­vara. AFP
SkjárEinn ætlar að leggja allt púður í gagnvirka efnisveituþjónustu frá …
SkjárEinn ætl­ar að leggja allt púður í gagn­virka efn­isveituþjón­ustu frá og með næstu mánaðar­mót­um.. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK