Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni Isavia um flýtimeðferð á ógildingarmáli gegn Kaffitári vegna úrskurðar er varðaði gögn úr forvalsferlinu um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda gögnin.
Fyrir Hæstarétti krafðist Isavia einnig ómerkingu úrskurðar héraðsdóms með vísan til meints vanhæfis dómstjóra dómstólsins. Hæstiréttur hafnaði kröfunni.
Isavia taldi að dómarinn hefði verið vanhæfur þar sem hann var varaformaður úrskurðarnefndar þegar nefndin kvað upp fyrrnefndan úrskurð. Hæstiréttur benti hins vegar á að dómstjóri hefði ekkert boðvald yfir dómara. Því veldur vanhæfi dómstjóra ekki vanhæfi dómara.
Beiðni um flýtimeðferð var hafnað þar sem ekki var talin brýn þörf á skjótri meðferð málsins.
Líkt og áður hefur komið fram snýst málið um gögn úr forvali um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ástæðan fyrir því að Isavia var talið skylt að afhenda gögn málsins var sú að fyrirtækin fengu engan rökstuðning fyrir einkunnagjöfinni sem réði því hvort þau fengju verslunarpláss. Til þess að geta áttað sig á röksemdunum hafi fyrirtækinu því verið nauðsynlegt að sjá samanburðinn.