Hætta sölu á Einstök bjór

Einstök í bandarískri stórverslun.
Einstök í bandarískri stórverslun. Mynd af Facebook síðu Einstök

Stór matvörukeðja á austurströnd Bandaríkjanna hefur tekið Einstök bjór úr sölu vegna samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur varðandi ísraelskar vörur. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Einstök, segir keðjuna skipta fyrirtækið umtalsverðu máli.

„Undanfarin ár höfum við hjá Einstök náð góðum árangri í því að byggja upp sölu á íslenskum bjór á erlendri grundu,“ segir Guðjón. „Einna mestur hefur árangurinn verið í Bandaríkjunum.“

Til marks um þennan árangur má t.d. nefna að á síðasta ári var bandaríska bjórnum Bud Lite á dælu skipt úr fyr­ir Ein­stök White Ale í Disney Epcot garðinum

Nú er svo komið að Einstök fæst í ellefu ríkjum hjá tugum þúsunda söluaðila. „Þessi árangur er byggður á trú á vörunni, þrotlausri vinnu og miklum tilkostnaði,“ segir Guðjón.

Að sögn Guðjón fóru dreifingaraðilar fyrirtækisins í Bandaríkjunum strax eftir samþykkt borgarráðs að fá fyrirspurnir, athugasemdir og jafnvel yfirlýsingar um að söluaðilar væru hættir að selja allar íslenskar vörur og þar með talið bjórinn frá Einstök.

Víðtæk áhrif

Líkt og fram hef­ur komið samþykkti borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í vik­unni til­lögu Bjark­ar Vil­helms­dótt­ur um að fela skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­vinnu við inn­kaupa­deild að und­ir­búa og út­færa sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um meðan her­nám Ísra­els­rík­is á landsvæði Palestínu­manna var­ir. Til­lag­an var samþykkt með at­kvæðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

Ákvörðunin hefur haft áhrif á fleiri íslensk fyrirtæki og má þar t.d. nefna Nordic Store, sem selur íslenskar vörur á borð við ullarpeysur. Eigandi verslunarinnar hefur fengið tugi tölvu­pósta þar sem fólk ým­ist hætt­ir við kaup á vör­um eða lýs­ir yfir sniðgöngu á ís­lensk­um vör­um.

Þá hefur utanríkisráðuneytið greint frá því að a.m.k. einn hópur hafi hætt við ferð til landsins auk þess sem íslenskum sendiráðum hafa borist yfir tvö hundruð kvartanir.

Einstök hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu í Bandaríkjunum.
Einstök hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu í Bandaríkjunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK