Með einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi

Hard Rock á Íslandi var lokað árið 2005.
Hard Rock á Íslandi var lokað árið 2005. Mynd af Wikipedia

Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið.

Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári.

„Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir í samtali við Fréttablaðið í dag.

Í frétt á mbl.is í sumar kom fram að Ísland hafi í nokkra mánuði verið sveipað app­el­sínu­gul­um lit á heimasíðu Hard Rock Café. Lit­ur­inn þýðir að keðjan sé með virk­um hætti leita eft­ir ein­hverj­um til þess að sjá um rekst­ur veit­inga­húss­ins hér á landi. App­el­sínu­gul lönd eru efst á lista Hard Rock en ekk­ert annað Norður­land­anna er í sama lit.

Hard Rock Café var rekið í Kringl­unni frá ár­inu 1987 en það var veit­ingamaður­inn Tóm­as Tóm­as­son sem opnaði staðinn á sín­um tíma. Tóm­as hef­ur þó sagt í sam­tali við mbl að Hard Rock hafi ekki leitað til hans.

Gaum­ur hf, eign­ar­halds­fé­lag Bón­us-feðga, keypti Hard Rock á árið 1999 og átti staðinn þar til hon­um var lokað hinn 31. maí 2005.

Í dag eru 145 Hard Rock veit­ingastaðir í 59 lönd­um auk 21 hót­els og tíu spila­víta.

Hard Rock vill enn til Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK