Þýðir meira úrval fyrir neytendur

Tollar á pasta falla niður og heimilt verður að flytja …
Tollar á pasta falla niður og heimilt verður að flytja inn miklu meira af kjötvörum en áður var. mbl.is/Golli

Samtök verslunar og þjónustu segja að samkomulag stjórnvalda við Evrópusambandið um landbúnaðarmál þýði að neytendum standi til boða meira úrval af landbúnaðarvörum á samkeppnishæfu verði hér á landi.

Í gær var tilkynnt um að undirritaðir hafir verið af fulltrúum Evrópusambandsins og íslenskra stjórnvalda nýir samningar milli þessara aðila um viðskipti með landbúnaðarvörur. Af yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda má ráða að um er að ræða verulega breytingar frá því sem núverandi samningar aðila kveða á um, segir í tilkynningu frá SVÞ.

Tollar falla niður á öllum unnum landbúnaðarvörum nema jógúrt

„Samkvæmt yfirlýsingum ráðamanna fela samningarnir í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum og almennt gerir ESB slíkt hið sama. Niðurstaðan felur í sér að allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta,  bökunarvörum o.fl. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og t.d. villibráð, frönskum kartöflum, útiræktuðu grænmeti o.fl. Þá tekur samningurinn einnig til annarra kjötvara, sbr. pylsur, álegg o.s.frv.

 Þá er fagnaðarefni að stórauknir eru tollkvótar á unnum kjötvörum, þ.m.t. svína-, alifugla- og nautakjöti en um er að ræða verulega aukningu á því magni sem unnt er að flytja inn til landsins, umfram það sem nú er heimilt, á grundvelli samningsins,“ segir meðal annars í tilkynningu frá SVÞ.

Fagnar samningum lækkun tolla

Fella niður til tolla

Tollar verða lækkaðir á frönskum kartöflum.
Tollar verða lækkaðir á frönskum kartöflum. Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK